Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Qupperneq 17
15
ef ekki er lokið lækningatilraunum og óvíst er, hvort um varanlega örorku verður að
ræða, og líkur eru til, að afstýra megi eða draga úr örorku með lengri bótagreiðslu.
Dagpeningar eru kr. 86.00 á dag fyrir kvæntan mann eða gifta konu, sem er aðal-
fyrirvinna heimilis, kr. 76.00 fyrir aðra og kr. 10.00 fyrir hvert barn á framfæri, allt
að þrem, þar með talin börn utan heimilis, sem hinn slasaði sannanlega greiðir með
samkvæmt meðlagsúrskurði eða skilnaðarleyfisbréfi.
Greiðslur samkvæmt grein þessari mega ekki fara fram úr 3/ af vinnutekjum bóta-
þega við þá atvinnu, er hann stundaði, er slysið varð, og mega ekki, ásamt vinnu-
tekjum, nema meiru en upphæð dagpeninga að viðbættum þriðjungi. í reglugerð
skal ákveðið, hvernig meta skuli í þessu sambandi vinnutekjur maka og barna at-
vinnurekenda, sem tryggð eru samkvæmt a-lið 1. málsgr. eða 2. málsgr. 32. gr.
Nú greiðir vinnuveitandi hinum slasaða laun í slysaforföllum, og renna þá dag-
peningagreiðslur samkvæmt þessari grein til vinnuveitandans þann tíma, þó aldrei
hærri greiðsla en sem nemur 3/ hlutum launanna.
36. gr. Ef slys veldur varanlegri örorku, skal greiða þeim, er fyrir því varð, örorku-
lífeyri eftir reglum 13. gr., síðustu málsgr., eða örorkubætur í einu lagi.
Ef örorkan er 50% eða meiri, greiðist hálfur örorkulífeyrir fyrir 50% örorku,
liækkar síðan um 2% fyrir hvert örorkustig, sem við bætist, unz örorkan nemur
75%, þá greiðist fullur lífeyrir.
Nú er örorka metin meiri en 50%, og skal þá auk örorkulífeyris greiða lífeyri
vegna maka og barna yngri en 16 ára, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slysið
bar að höndum, eftir reglum 37. gr. b. og c. Ef örorkan er 75% eða meiri, skal greiða
fullar bætur, en sé orkutapið minna, Iækka bæturnar um 4% fyrir hvert 1%, sem
vantar á 75% örorku.
Ef orkutap er minna en 50%, er Tryggingastofnuninni heimilt að greiða í einu
lagi örorkubætur, sern jafngilda lífeyri hlutaðeiganda um tiltekið árabil, samkvæmt
reglum, er ráðuneytið setur að fengnum tillögum tryggingaráðs. Ella greiðist lífeyrir
í hlutfalli við örorkuna.
Örorkubætur greiðast ekki, ef orkutapið er metið minna en 15%.
37. gr. Ef slys veldur dauða innan eins árs frá því, er það bar að höndum, skal
greiða dánarbætur sem hér segir:
a. Ekkja eða ekkill, sem var samvistum við hinn látna eða á framfæri hans, hljóta
bætur, kr. 2000.00 á mánuði í 8 ár frá dánardægri hins látna. Bætur samkvæmt
þessum staflið falla ekki niður, þótt ekkja eða ekkiJI stofni tii hjúskapar á ný.
Nú andast ekkja eða ekkill, sem bóta hefur notið samkvæmt ákvæðum þess-
arar greinar, áður en bætur hafa verið greiddar að fullu, og skulu eftirstöðvar
bótanna greiddar að jöfnu börnum hinna látnu eftir sömu reglum til loka tt'ma-
bilsins, el á lífi eru, ella til dánarbús hans.
b. Ef ekkja eða ekkill eru orðin 50 ára eða hafa tapað meiru en 50% af starfs-
orku sinni, er slysið ber að höndum, greiðist auk bóta samkvæmt a-lið lífeyrir
til 67 ára aldurs, kr. 18 240.00 á ári miðað við 65 ára aldur eða 75% örorku.
Lífeyrir lækkar um 6% fyrir hvert ár eða brot úr ári, sem vantar á 65 ára aldur,
og 4% fyrir hvert 1%, sem vantar á 75% örorku. Lífeyrir samkvæmt þessum
staflið fellur niður, ef bótaþegi gengur í hjónaband á ný.
c. Barnalífeyrir, kr. 8 400.00 á ári fyrir hvert barn, sbr. að öðru leyti 16. gr.
d. Barn eldra en 16 ára, sem var á framfæri hins látna vegna örorku, þegar slysið
bar að höndum, fær bætur, eigi minni en kr. 25 000.00 og allt að kr. 75 000.00
eftir því, að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall hans. Þó