Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 23
21
í reglum, sem Tryggingastofnunin setur og ráðherra staðfestir, skulu sett nánari
fyrirmæli um flutning manna milli samlaga og um greiðslu sjúkrakostnaðar, þegar
svo stendur ú. Má þar ákveða, að hinn tryggði skuli sjálfur bera kostnað sinn að
nokkru eða öllu leyti, ef hann vanrækir að flytja tryggingu milli samlaga í samræmi
við reglurnar.
í reglum, settum á sama hátt, má og ákveða gagnkvæma þjónustu og aðstoð sam-
laganna hvers við annars meðlimi. Að svo miklu leyti sem slík gagnkvæm aðstoð
verður ákveðin, fer um greiðslur til lækna, lyfjabúða, sjúkrahúsa og annarra, sem
láta læknishjálp í té, eftir sömu reglum og um greiðslur fyrir eigin meðlimi samlagsins.
C. Tekjur.
54. gr. Tryggingastofnun ríkisins ákveður iðgjöldin í hverju samlagi að fengnum til-
lögum sjúkrasamlagsstjórnar og umsögn stjórnar héraðssamlags þess, sem sjúkrasamlagið
er aðili að. Iðgjaldsákvörðun er háð staðfestingu ráðherra. Iðgjöld skulu ákveðin með
það fyrir augum, að heildartekjur samlags nægi til að standa straum af skuldbind-
ingum þess.
Iðgjöld greiða allir þeir, sem tryggingarskyldir eru í sjúkrasamlagi, sbr. 47. gr.
Iðgjöld skulu greidd fyrir fram og gjalddagar ákveðnir í samþykktum.
Stefnt skal að því, að iðgjöldin séu jafnhá, þar sem aðstaða er sambærileg.
55. gr. Ríkissjóður greiði framlag til sjúkrasamlaga, sem nemur upphæð greiddra
iðgjalda að viðbættum a/io hluta (110%). Hlutaðeigandi sveitarsjóður greiði framlag
til sjúkrasamlagsins, sem nemur helmingi greiddra iðgjalda. Greiðast framlög þessi árs-
fjórðungslega eftir á og miðast í hvert sinn við innheimt fé á næsta ársfjórðungi á
undan. Séu framlögin ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga, skal greiða vexti
frá gjalddaga, er séu 1% hærri en hæstu útlánsvextir banka á hverjum tíma.
Þar sem iðgjöld til sjúkrasamlaga eru greidd í einu lagi fyrir hálft eða heilt ár,
greiðast framlögin í samræmi við það.
V. KAFLI
Sameiginleg ákvaði.
A. Um bætur.
56. gr. Bætur samkvæmt lögum þessum teljast bæði bætur greiddar í peningum
og hjálp til sjúkra og slasaðra, sem veitt er á annan hátt.
Fjölskyldubætur skulu greiddar án tillits til annarra bóta. Að öðru leyti getur eng-
inn samtímis notið nema einnar tegundar greiddra bóta samkvæmt lögum þessum
eða lögum um atvinnuleysistryggingar. Saman mega þó fara:
a. Bætur til ekkju eða ekkils samkvæmt a-lið 37. gr. og allar bætur aðrar en ekkju-
bætur samkvæmt 19. gr.
b. Barnalífeyrir, ekkjubætur samkvæmt 19. gr. og dagpeningar.
c. Barnalífeyrir, mæðralaun, ekkjubætur samkvæmt 19. gr. og dagpeningar vegna
brottfalls tekna af vinnu utan heimilis.
d. Slysadagpeningar og elli- eða ekkjulífeyrir.
e. Aðrar bætur, ef svo er fyrir mælt í lögunum.
Ef maður á rétt á fleiri tegundum bóta en einni, sem ekki geta farið saman, má
hann taka hærri eða hæstu bæturnar. Nú nýtur umsækjandi um dagpeninga ann-
arra lægri bóta, sem veittar eru til langs tíma, og skulu þá dagpeningar nema mis-
muninum.