Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 27
25
hafa eigi verið hærri en kr. 15 000.00, ef um einstakling er að ræða, kr. 25 000.00,
ef um hjón er að ræða, og kr. 6 000.00 til viðbótar fyrir hvern ómaga á framfæri,
og má eigi krefja hann um hærri hluta iðgjaldsins en svo, að nemi helmingi þeirra
hreinu tekna, sem umfram verða. Greiðir sveitarsjóður það, sem á vantar fullt iðgjald.
Nú greiðir sveitarsjóður iðgjald samkvæmt þessari málsgrein, og ákveður sveitar-
stjórn þá, hvort og á hvern hátt hún krefur hann um endurgreiðslu. Ákvæði þessarar
málsgreinar taka aðeins til launþega og einyrkja.
Lífeyristryggingarnar greiða sjúkrasamlagsgjöld þeirra, sem njóta örorkulífeyris,
svo og þeirra, sem rétt eiga til bóta samkvæmt 10. gr. og eru orðnir 67 ára að aldri.
Hjón eru ábyrg fyrir sjúkrasamlagsiðgjöldum livort annars og foreldrar og fóstur-
foreldrar fyrir sjúkrasamlagsiðgjöldum barna sinna, sem á vegum þeirra eru. Sveitar-
sjóðir greiða iðgjöld þeirra manna, sem eru á föstu sveitaríramfæri.
73. gr. Þeir, sem laun greiða, skulu, ef innheimtuaðili eða sjúkrasamlag krefst
þess, halda eftir af iðgjöldum launþega, þegar kaup er greitt, og greiða síðan til þess,
er kröfu gerði. Nú vanrækir launagreiðandi að halda eftir af kaupi, og má þá krefja
hann um upphæðina. Nánari ákvæði varðandi skyldur atvinnurekanda samkvæmt
þessari grein og viðurlög við vanrækslu skulu sett með reglugerð.
74. gr. Sjúkratryggingin veitir ekki bætur, nema staðið sé í skilum með iðgjöld
samkvæmt 54. gr. Heimilt er að ákveða í samþykktum, að allt að sex mánaða vanskil
valdi ekki skerðingu bótaréttar. Nemi vanskil meiru en 6 mánuðum, fer um réttindi
samlagsmanna samkvæmt 48. gr., sbr. þó 5. gr. laga nr. 68/1962. Nánari ákvæði um
réttindaskerðingu vegna vanskila skulu sett í samþykktum.
Tryggingastofnunin getur lækkað aðrar bætur um allt að sama hundraðshluta
og hin vangreiddu iðgjöld nema af þeim iðgjöldum, er hlutaðeiganda hefur borið
að greiða. Ekki skal þó af þessum ástæðum lækka fæðingarstyrk, sbr. 18. gr., bætur
samkvæmt 19. gr. eða slysabætur samkvæmt III. kafla laganna.
75. gr. Iðgjöld samkvæmt 28. gr., 40. gr. og 54. gr. vegna sjómanna og stjórn-
enda ökutækja og aflvéla skulu hvíla sem lögveð á hlutaðeigandi skipum, ökutækj-
um og aflvélum og ganga fyrir öllum öðrum veðum en lögveðum fyrir gjöldum
ríkissjóðs. Iðgjöld samkvæmt 28. og 40. gr. vegna byggingar húsa og annarra mann-
virkja skulu og hafa sams konar veðrétt i eignum þessum.
C. Onnur ákvæði.
76. gr. Tekjur varasjóðs lífeyristrygginga eru vextir af höfuðstólnum og tillag
samkvæmt 1. málsgr. 24. gr. Tekjur varasjóðs slysatrygginga eru vextir af höfuðstóln-
um og rekstrarafgangur, cn rekstrarhalli skal tekinn úr varasjóðnum. Vörzlufé Trygg-
ingastofnunarinnar skal vera í vörzlu þeirrar deildar, sem fer með lífeyristryggingar.
Tryggingastofnuninni er heimilt að veita lán úr varasjóði til sveitarfélaga eða
annarra aðila, sem sveitarstjórn gengur í ábyrgð fyrir, til að koma upp elliheimilum,
sjúkrahúsum eða öryrkjastofnunum, gegn öruggum tryggingum. Handbært fé stofn-
unarinnar, sem ekki þarf að nota til daglegs rekstrar trygginganna, skal að öðru
leyti ávaxta í ríkisskuldabréfum, bankavaxtabréfum eða í lánum, sem tryggð eru
með ríkisábyrgð eða annarri öruggri tryggingu.
77. gr. Ellistyrktarsjóðir þeir, sem um getur í 76. gr. laga nr. 74 31. des. 1937,
skulu greiddir hlutaðeigandi sveitarfélögum, er þau hafa komið upp hæli, sem félags-
málaráðherra viðurkennir, fyrir gamalmenni og öryrkja.