Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Page 33
Almannatryggingar.
A. Lífeyristryggingar.
1. Fjöldi hinna tryggðu.
Rétt til bóta frá lífeyristryggingunum höfðu samkvæmt 11. gr. laga nr. 24/1956
íslenzkir ríkisborgarar, búsettir liér á landi, erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á
landi, ef fullnægt var ákvæðum milliríkjasamninga um gagnkvæmar tryggingar, sem
ísland var aðili að, og aðrir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi, ef fullnægt
var skilyrðum alþjóðasamþykkta um tryggingamál, sem fullgiltar höfðu verið af
íslands hálfu.
Með lögum nr. 21/1962 var ríkisstjórninni veitt heimild til að staðfesta samning
um breytingu á samningi milli Norðurlanda frá 1955 um félagslegt öryggi. Breyting
þessi hefur í för með sér, að ellilífeyrisþegar, sem eru þegnar samningsríkjanna, halda
lífeyrisrétti sínum á íslandi við búferlaflutning til einhvers hinna samningsríkjanna,
að jafnaði til þess tíma, er þeir öðlast rétt til lífeyris í dvalarlandinu.
Þeir, sem rétt áttu til bóta frá lífeyrissjóðum, er störfuðu samkvæmt sérstökum
lögum eða hlotið höfðu viðurkenningu samkvæmt 85. gr. laganna, áttu ekki rétt til
sams konar bóta (elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyris) frá lífeyristryggingunum. Þó
skyldi greiða þeim lífeyrisþegum lögboðinna sjéjða, sem látið höfðu af störfum fyrir
1. janúar 1947 og nutu lægri bóta frá sjóðnum en lífeyristryggingarnar veittu, það,
sem á vantaði. Sama gilti um lífeyrisþega viðurkenndra sjóða, ef þeir höfðu látið af
störfum áður en sjóðurinn iilaut viðurkenningu. Lífeyrissjóðir Ijósmæðra, alþingis-
manna og togarasjómanna féllu ekki undir þetta ákvæði um afsal bóta lífeyristrygg-
inga, þótt lögboðnir væru.
Með lögum nr. 40/1963, sem iiðluðust gildi 1. janúar 1964, var niður felld framan-
greind takmörkun á bótarétti félaga í sérstökum lífeyrissjóðum, sbr. 10. gr. og bráða-
birgðaákvæði laganna. Jafnframt voru þá sett ákvæði þess efnis, að tiltekinn lágmarks
búsetutími á Islandi skuli að jafnaði vera skilyrði fyrir rétti til bóta lífeyristrygginga.
Þegar undan er skilinn lítill hluti bótaþega, eru allir þeir, sem búsettir eru í
landinu, 16—67 ára að aldri, gjaldskyldir til lífeyristrygginga án tillits til ríkisborgara-
réttar, sbr. 27. gr. laga nr. 24/1956, 12. gr. laga nr. 13/1960 og 26. gr. laga nr.
40/1963.
Undanfarinn aldarfjórðung hefur orðið mikil breyting á aldursskiptingu þjóðar-
innar. Svo sem sjá má af töflu 1, hefur fjölgun fólks á starfsaldri orðið hlutfallslega
mun minni en fjölgun fólks á ellilífeyrisaldri, en þó hefur börnum fjölgað langmest.
Hefur aldursskiptingin að sjálfsögðu mikil áhrif á lífeyristryggingarnar og fram-
færslubyrði í heild.
Fjöldi þeirra, sem árin 1947—1963 hafa verið gjaldskyldir til lífeyristrygginga eða
undanþegnir, sbr. ákvæði í 27. gr. laga nr. 24/1956 og 12. gr. laga nr. 13/1960, sést
í töflu 2. Miðast gjaldskylda við aklur og búsetu í byrjun almanaksárs. 1 árslok 1962
var skipting landsins í tvö verðlagssvæði afnumin.