Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Qupperneq 163
161
Sjóðurinn hefur ekki verið látinn bera neinn reksturskostnað. Halli greiðist úr
ríkissjóði. Árin 1954—1963 hefur lífeyrir numið alls kr. 6.320.346,78, en iðgjöld hafa
á sama tímabili numið kr. 3.095.646,28 og hefur því halli verið samtals kr. 3.224.700,50.
í árslok 1963 nutu 27 sjóðfélagar eftirlauna úr sjóðnum, og 26 nutu makalífeyris.
Þátttaka í sjóðnum hefur aldrei skert rétt sjóðfélaga til lifeyris almannatrygginga,
enda hafa þeir greitt fullt iðgjald til lífeyristrygginganna.
F. Lífeyrissjóður togarasjómanna og
undirmanna á farskipum.
Lifeyrissjóður togarasjómanna var stofnaður með lögum nr. 49 12. júní 1958, sbr.
lög nr. 34 30. maí 1960 um breytingu á þeim lögum. Þátttaka í sjóðnum skal sam-
kvæmt 4. gr. laganna í engu rýra rétt til elli-, örorku- eða barnalífeyris, slysa- eða
dánarbóta almannatrygginga, sbr. 22. gr. þeirra laga (skerðingarákvæði). Meðan skerð-
ingarákvæðin voru enn í gildi, var lxfeyrir úr sjóðnum því ekki reiknaður með tekjum,
þegar skerðingarákvæðunum var beitt. Sjóðfélagar hafa að sjálfsögðu greitt fullt iðgjald
til almannatrygginga.
Með lögum nr. 78/1962 var lögum sjóðsins breytt, og fólst höfuðbreytingin 1 því,
að undirmenn á farskipum voru teknir í sjóðinn, og jafnframt var nafni sjóðsins
breytt og fjölgað í stjórn hans.
Tekjur og gjöld og eignir sjóðsins árin 1958—1963 hafa veriö sem hér segir:
Iðgjöld Framl. rikissj. Vextir Lífeyrir Kostnaður Eignir í árslok
1958 5.183.714,24 506.219,00 48.566,81 6.219,00 100.000,00 5.632.281,05
1959 9.703.272,66 549.824,00 389.714,02 145.076,00 239.210,00 15.890.805,73
1960 11.057.355,14 66.984,00 1.201.523,64 245.851,00 276.867,15 27.693.950,36
1961 10.184.562,85 82.286,00 1.834.044,25 268.660,00 287.155,56 39.239.027,90
1962 11.432.166,92 154.233,00 2.843.063,35 395.119,00 503.360,45 52.770.011,72
1963 16.814.332,05 256.749,00 3.842.202,48 528.264,00 581.313,00 72.573.718,25
Iðgjöld eru 10% af launum. Ríkissjóður lagði fram stofnfé 1958 og 1959, hálfa
milljón króna hvort ár, og auk þess endurgreiðir hann sjóðnum lífeyri, sem sjóðnum
ber að greiða samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna.
I árslok 1963 nutu 13 sjóðfélagar ellilífeyris úr sjóðnum, 5 konur nutu ekkjulíf-
eyris, og 33 framfærendur fengu greiddan barnalífeyri með samtals 53 börnum.
Verðbréfaeign í árslok 1962 nam 30,6 millj. kr. og útlán á því ári 15,5 millj. kr.
í árslok 1963 var verðbréfaeignin 42,9 millj. króna.
ti