Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 5
Heimiu og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 19. árgangur Maí—Ágúst 1960 3.-4. heíti Frjálsræéi eáa afskiptaleysi Á seinni árum heyrist ósjaldan að því vikið, að frjálsræði á börnum sé komið út í öfgar, þeim sé ekkert bann- að og látin gera sem þeim sýnist, en afleiðingin verði tillitsleysi og frekja í fari barnanna. Fylgir þá gjarnan með, að þetta sé hinni „nýju uppeldisfræði“ að kenna. Sálfræðingar og uppeldis- fræðingar hafi boðað, að ekki mætti banna börnunum, það gæti haft hin- ar margvíslegustu og skaðlegustu af- leiðingar í för með sér. Allt er þetta tal óljóst og þokukennt og greinilega fremur byggt á fyrirfram ákveðnum hugmyndum en raunverulegri þekk- ingu á viðfangsefninu. Um þetta mikil- væga atriði í uppeldi skal farið nokkr- um orðum, þótt stikla verði á stóru. Það mun gömul og ný kenning í uppeldisfræði síðan sú vísindagrein varð til í þeim skilningi, sem við nú leggjum í hugtakið, að barnið verði að fá svigrúm til að þroskast samkvæmt sínum eigin meðfæddu og einstaklings- bundnu eiginleikum. Óhæfilegar þvinganir, líkamlegar eða andlegar, til að breyta barninu að geðþótta ein- hvers aðila, séu hættulegar geðheilsu, persónulegum þroska og velferð barns- ins. Uppeldisfræðingar hafa gengið misjafnlega langt í því að halda fram þessari kenningu eftir því hvernig lífs- skoðun þeirra var háttað. Löngum var uppeldi talið fólgið í ögun barnsins, ósjaldan beitt til þess líkamlegum refs- ingum af hrottalegasta tagi, svo að það lyti vilja uppalandans og tileink- aði sér þau sjónarmið og vinnubrögð, sem hann taldi máli skipta. Hlýðni var ekki aðeins nauðsynlegur eiginleiki í fari barnsins vegna þess, að án henn- ar var ekki hægt að framkvæma áður- greinda uppeldisaðferð, heldur var hún dyggð í sjálfu sér og að mér virð- ist ein helzta undirstaða manngildis og siðferðilegs þroska, að ekki sé minnzt á gildi hennar að því er varðaði velferð einstaklingsins í veraldlegum efnurn. Hér er ekki unnt að rekja þá þræði, sem bggja að uppeldishugsjón hlýðn- innar, þeir standa djúpt í félagslegri þróun aldanna, evrópskri arfleifð grísk-rómverskrar menningar og gyð- ingdóms. Frelsi er að mínum skilningi fólgið í því að gera það, sem mig langar til, livorki meira né minna. Sagt er, að slíkt hljóti að leiða til fullkomins óskapnaðar, ofbeldis og árekstra, þar eð langanir manna myndu rekast

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.