Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
59
með glæsilegum framavonum, svo sem:
við siglingar, flug, nýjar iðngreinar
og ný fyrirtæki.
Við umræður á stéttarþingum kenn-
ara eru þó launakjörin talin höfuð-
ástæðan að daufri aðsókn að kennara-
skólanum. — Ef til vill lagast þetta
eitthvað, er hin nýja, glæsilega kenn-
araskólabygging rís af grunni, en þó
mun þurfa að leita fleiri ráða.
Allmargir réttindalausir kennarar
eru við kennslustörf víða um landið,
en þó mest í farskólum strjálbýlisins.
í hópi þessara réttindalausu kennara,
er margt ágætra starfsmanna, en marg-
ir kenna aðeins einn til tvo vetur og
hverfa svo að öðrum störfum.
Nú eru nær tveir áratugir síðan ég
hætti að kenna, og síðan hef ég gert
mest að því að horfa á aðra og hlusta,
er þeir vinna sömu verk og ég áður
vann. Er því ekki að leyna, að um
framför er að ræða í mörgum tilfell-
um. Sérstaklega hefur mikið verið að
því rmnið, hin síðustu ár, að reyna að
færa kennsluna sem næst upplagi og
eðli barnsins. Vinna og starf innan
skólans hefur verið aukið, en minna
gert að yfirheyrslum og spurningum
og minna stuðzt við heimanám barna
í lesgreinum. Er þetta að surnu leyti
áhrif frá breyttum heimilisháttum
harnanna, og nauðvörn skólans vegna
minnkandi heimavinnu barna, en að
sumu leyti vegna breyttra kennslu-
aðferða í barnaskólum. Ég tel þessa
breytingu þó ekki að öllu leyti galla-
lausa, en tel hana stefna í rétta átt, ef
rétt er með farið. í þessu sambandi
vil ég þó benda á það sem staðreynd,
að tilvera okkar íslenzku þjóðar hefur
mjög byggzt á bóklegum verðmætum
og orðsins list, og má slíkt aldrei
gleymast í uppeldi og kennslu ungu
kynslóðarinnar.
Einu má þó sízt af öllu gleyma,
þegar rætt er um framför í skólastarfi
síðustu ára, en það er aukið hreinlæti,
snyrtimennska og batnandi umgengn-
ishættir í barnaskólunúm. Er um-
gengni og snyrtimennska í sumum
skólum svo góð, að varla verður meira
krafizt.
Aldrei hef ég orðið þess var á ferð-
um rnínum um landið, að fólk óski
eftir róttækum breytingum á skólalög-
gjöfinni. Þó telja margir að barnapróf
hefði átt að fylgja fermingarárinu,
eins og fullnaðarprófið gerði áður, og
færu þá börn ári seinna en nú í gagn-
fræðanám, nema þau sem sýndu af-
burða dugnað og gáfur við nám, og
færu þau í gagnfræðaskólana með
undanþágu, eða sérstöku leyfi á 13.
aldursári.
Að lokum við ég segja þetta: Ég tel
að ábyrgð barnaskólanna og vandamál
séu stöðugt að aukast eftir því sem
skólarnir taka að sér meira af þeirri
fræðslu er heimilin veittu áður.
Skólarnir verða því að koma þarna
á móts við heimilin og ætla t. d. móð-
urmáls-æfingum í yngstu bekkjum skól-
anna rneiri tíma en áður. Þarf bein-
línis að æfa þau börn í frásögn og
góðri framsögn og beita beinum tal-
æfingum í kennslustundum. Tafsandi
frásögn og orðafæð, tel ég höfuðgalla
á málfari barna og unglinga nú á tím-
um, og er það miklu hættulegra móð-
urmálinu, en s tafsetningar-villurnar,
sem mikið er rætt um.