Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 37
HEIMILI OG SKÓLI
81
gagnvart því, sem börnin hafa vel gert,
eða fella yfir því óréttláta dóma.
Það er kannski ekki mikilvægasta
hjálpin, sem foreldrarnir geta veitt
skólanum að hjálpa börnunum við
námið, heldur einmitt uppörvunin,
sem þau stöðugt þurfa og ekki sízt þau
seinfærari. „Þú verður aldrei læs“ geta
orðið örlagarík orð. Slík orð vinna að
Jrví að brjóta niður sjálfstraust barns-
ins. „Ég held, að þú ætlir aldrei að
læra að reikna“ eru sömu ættar. „Þér
fer ekkert fram að skrifa. É«' held að
o
skriftin þín sé að versna.“ 'Allt þetta
verkar neikvætt og er ekki til þess fall-
ið að barnið leggi sig fram. Það er
hlutverk foreldranna, eins og kennar-
anna, að uppörva og hvetja og sleppa
þar engu tækifæri. Ef við gerðum
þetta, myndu mörg börn fara glaðari
í skólann og frá honum. Það þarf oft
svo lítið til að gleðja börnin, einkum
Jrau litlu.
Því miður heyrum við það oft, og
ég dálítið hræddur urn, að börnin fái
stundum að heyra það heima, að þegar
því miðar seint áfram við námið, sé
það kennarans sök. En livers vegna er
alltaf verið að kenna það einhverjum,
annað hvort barninu eða kennaranum?
Bætir það nokkuð úr skák? Því ekki að
taka staðreyndirnar eins og þær eru og
reyna að gera eins gott úr hlutunum
og hægt er. Þetta á að vera sameigin-
legt áhugamál kennara og foreldra, og
ef þeir geta það ekki í sameininu, þá
verður engum um að kenna. Lífið
steypir enga tvo menn í sama mót og
gefur börnum sínum gáfur í ólíkum
mæli. Þetta er staðreynd, sem oft veld-
ur miklum hrellingum í sambandi við
skólanám, og henni verður ekki hagg-
að. Lífið tekur aldrei aftur það, sem
það hefur ákveðið.
Fyrir nokkrum árum bar svo við að
drengur einn breyttist skyndilega í
skólanum. Hann varð þrjózknr og
áhugalaus, fór að stríða skólasystkin-
um sínum og hrekkja þau o. s. frv.
Eftir nokkrum krókaleiðum tókst að
fá skýringu á þessari snöggu breytingu,
sem telja verður mjög sennilega, en
hún er sú, að heima átti hann yngri
bróður, sem einnig var í skólanum, en
þessi eldri drengur var alltaf brýndur
með því, að yngri bróðirinn væri far-
inn að lesa betur en hann og gengi að
öllu leyti betur. Þetta átti að verða til
þess að hleypa kappi í drenginn, en
varð til þess að koma honum úr jafn-
vægi. Honum þótti sem foreldrar sínir
hefðu brugðizt sér, þætti ekki lengur
vænt um sig, en hefðu nú meiri áhuga
fyrir hinum yngri og duglegri bróður.
Þetta áfall kom honum úr jafnvægi,
svo að hann naut sín heldur ekki í skól-
anum.
Það skyldi varast bæði í heimilum
og skólum að gera slíkan samanburð á
börnum. Hann er hvorugum hollur og
allra sízt því barninu, sem er lítillækk-
að.
Þess eru mörg dæmi að það liefur
alvarleg áhrif, sem jafnvel koma fram
í skólanum, ef barni finnst yngra
systkin vera tekið fram yfir sig í at-
læti og umhyggju. Eldra barninu
finnst þá oft að það sé eitt og yfirgefið
og sömu þungu reynslunni getur það
orðið fyrir í skóla, ef það fær einhverja
átylln til að halda, að kennarinn sé á
móti sér, og kannski börnin einnig.
Og þó að börn búi kannski ekki alltaf
yfir næmri réttlætiskennd, er það þó