Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI 63 gáfunnar „Hugareikningsbók“ eftir Jóhannes Óla Sæmundsson, Akureyri. Bókinni mun fylgja sérprentuð dæma- spjöld. Ýmsa kennara hef ég heyrt minnast á, að hugareikningskennsluna þyrfti að auka, en hentuga hjálparbók vantaði. Útgáfan vonar, að með til- komu þessarar bókar batni aðstaða þeirra, sem leggja vilja áherzlu á þenn- an þátt reikningskennslunnar. — Er svo ekki eitthvað nýtt að ger- ast i útgdfu annarra námsbáka? Jú, svo má segja. Á síðastliðnu ári voru gefnar út Biblíusögur eftir Ást- ráð Sigursteindórsson, og í sumar mun koma út Kristnisaga eftir séra Jónas Gíslason. Hún verður í þremur megin- köflum: Postulasagan, almenn kristni- saga og íslenzk kristnisaga. Þetta er auðvitað fyrir framhaldssKólana. — Kristnifræðikennarar í framhaldsskól- um geta þannig valið á milli tveggja kennslubóka á næsta skólaári. Þá liefur Þórður Kristjánsson verið ráðinn til að taka saman nýjar bibliu- sögur fyrir barnaskólana og vona ég að þær geti komið út á skólaárinu 1961— 62. — En hvað er að frétta af land- kortabókinni, sem á sér lengri sögu en nokkur önnur námsbók? — Bókin verður prentuð í Stokk- hólmi. Umsjón með verkinu, fyrir hönd útgáfunnar liafa Helgi Elíasson og Einar Magnússon. Vonazt hefur verið eftir, að bókin geti komið út á þessu ári, svo mun þó ekki verða. Fyr- irtækið, sem prentar bókina, áætlar nú, ef engar tafir verða, að geta aflient upplag bókarinnar í febrúar næstk. Sennilegt þykir mér þó, að bókin komi ekki til landsins fyrr en næsta vor. — En landafræðin? — Guðmundur Þorláksson er að sernja fyrir útgáfuna Landafrœði fyrir framhaldsskóla. Verður þar um nýja bók að ræða, en ekki endurskoðun eldri bókar sama höfundar. Ætlunin er, að hún verði í þrem heftum og mun fyrsta heftið væntanlega koma fyrir lok þessa árs. Einnig hefur verið ráðinn kennari til að semja nýja landafræði fyrir barnaskóla. Mun hann að forfallalausu byrja á verkinu á þessu ári. Hugsan- legt tel ég, að fyrsti hluti bókarinnar verði fullbúinn seint á næsta ári. Um náttúrufræðina er lítið að segja, en keyptur hefur verið útgáfuréttur að Dýrafræði Bjarna Sæmundssonar, og hún gefin út í endurskoðaðri útgáfu. — Þið hafið nri sjaldan verið svona stórhuga í Ríkisútgáfunni. En er svo nokkuð fleira í undirbúningi? Það mætt kannski nefna það, að næsta haust er í ráði að gefa út 15 smiðateikningar í stóru broti, bæði fyrir barna- og unglingaskóla. Páll Að- alsteinsson hefur umsjón með vali myndanna og gerð. Einnig hefur verið rætt um undirbúning kennslubókar í Félagsfrœði. Auk þeirra hjálpargagna, útlínmynda og myndaflokka, sem út- gáfan hefur þegar gefið út og kennur- um eru kunnar, eru nú í undirbúningi útlínumyndir í dýrafræði, grasafræði, líkams- og heilsufræði. Þessi flokkur verður alls 30 blöð í venjulegri vinnu- bókastærð. Þá er í undirbúningi útgáfa mynda frá Reykjavik og nágrenni, ætlaðar til að líma í vinnubækur. Þorvaldur Ósk- arsson hefur aðallega annazt val þeirra. Vonandi verður svo síðar hægt að gefa o o

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.