Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 36
80
HEIMILI OG SKÓLI
Hann hefur kannski ekki vanizt því
heima að lifa eftir ákveðnum reglum.
Sums staðar er líka alltaf verið að gera
sífelldar undantekningar frá heimilis-
reglum, sem einu sinni voru settar.
Einn skilur illa reikning, öðrum miðar
lítið áfram við lesturinn. Það er eins
og allt standi fast tímunum saman.
Þarna þyrfti að veita aukahjálp annað
hvort heima eða í skólanum. Enn öðr-
um ætlar aldrei að takast að hafa vald
á höndinni sinni til að skrifa. Hann
hefur ekki verið vaninn nógu snemma
við að halda á blýanti og rissa á blað.
Öllum sérþörfum þessara barna þarf
að sinna. En það er mikið að gera í
bekknum. Það er ekkert létt verk að
sinna hverju barni í 26—30 barna
bekk. Kennslutíminn er enginn livíld-
artími fyrir kennarann. Einn drengur-
inn í bekknum heyrir illa. Það þarf að
sjá um eftir föngum, að hann fylgist
með. Og svo er það litli drengurinn
sem kemur oft svo seint í skólann. Það
þarf að heimsækja foreldrana og reyna
að kippa þessu í lag. Það má ekki ávíta
hann, því að það er ekki víst að þetta
sé honum að kenna.
Nei — nú látum við staðar numið
við þessa upptalningu. Við komumst
þarna aldrei til botns. Sérþarfir skóla-
barnanna okkar eru svo margar, að
þær verða aldrei taldar upp, en þarna
reynir á skyggni kennarans og skilning,
og aldrei má átelja barn fyrir neitt,
sem því er meira og minna ósjálfrátt.
Þetta skyldi vandlega munað bæði í
heimilum og skólum.
Það er geysilega mikilvægt að for-
eldrar búi börn sín vel undir skóla-
dvölina, einkum fyrsta áfangann. Hér
er þó ekki átt við að þau séu búin að
læra svo og svo mikið, heldur hitt, að
börnin fari í skólann með jákvæðri af-
stöðu til skólans og kennaranna —
hyggi gott til dvalarinnar þar og sam-
vinnu við kennara sína. Það er illt
verk að koma inn tortryggni þeirra í
garð einstakra kennara, ef það skyldi
vera til. Barnið þarf helzt að hlakka til
skólagöngunnar, og foreldrarnir v^rða
að gera sitt til að það verði ekki fyrir
vonbrigðum. Það á að vera sameigin-
legt áhugamál foreldra og kennara, að
barninu líði vel í skólanum. Það er
grundvöllur góðs árangurs í öllu nám-
inu.
— Og svo kemur barnið lieim einn
skóladaginn með fyrsta málverkið sitt
eða teikninguna. Foreldrarnir eiga
kannski erfitt með að vita af hverju
þessi teikning er, en hvað sem öðru
líður, mega þeir ekki taka frá barninu
þá gleði — sköpunargleði — sem fylgir
þessari einföldu og frumstæðu teikn-
ingu. Barnið hafði fengið hrós fyrir
myndina í skólanum. Það verður einn-
ig að fá hrós fyrir hana heima til þess,
að allt verði fullkomnað. Svona skiln-
ingsrík þarf samvinna heimila og skóla
að vera: Það má hvorugur aðilinn rífa
niður fyrir hinum. Og það skal tekið
fram, sem oft hefur verið minnt á hér
í ritinu, að þótt heimilin hafi eitthvað
við skólann og kennarana að athuga,
verða þeir að stilla sig um að gera það
í áheyrn barnanna. Það er verst fyrir
börnin sjálf og árangur af námi þeirra
í skólanum, ef sáð er í sálir þeirra
hinni minnstu tortryggni í garð skól-
ans. Og gleðina yfir sigrum þeirra í
skólanum, þótt litlir séu, má ekki
brjóta niður með því að sýna tómlæti