Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 24
68
HEIMILI OG SKÓLI
játa vanmátt minn og gera um leið
ráðstafanir til að sigrast á honum.
Það, sem ég nú sagði, hefur kannski
látið nrjög hversdagslega í eyrum
áheyrenda minna, en frá minni hálfu
voru þau orð skilyrðislaus yfirlýsing
um að ég vildi þiggja alla hjálp þeirra
og aðstoð. Þau orð, sem þarna komu
af vörum mínum, gáfu til kynna, að
ég var hér ekki lengur sem gestur....
„. . . . Nafn mitt er Róbert. ... Ég er
ofdrykkjumaður. . . .“
En nú hafði fallið þungur steinn frá
hjarta mínu. Ég gleymdi nú öllu, sem
ég hafði lesið um A A og öllu, sem
aðrir höfðu sagt mér af þessum sam-
tökum. Ég var sjálfur orðinn hluti af
þeim, og ég hélt áfram:
„Ég hef nú lifað úrslitastund, sem
ég vildi ekki láta fyrir neitt annað af
því, sem ég hef lifað. Flestir okkar, sem
erum hér, eigum sameiginlegt andlegt
og líkamlegt vandamál við að stríða.
Við reynum að gera eitthvað til að
leysa þennan vanda, og á meðan ég hef
staðið hér, hef ég öðlazt fullvissu um,
að ég get leyst minn vanda. Ég get orð-
ið heilbrigður og hjálpað öðrum eins
og þið hafið hjálpað mér. Og ef ég
mætti ekki koma hér og vera með í
þessum félagsskap, væri ég glataður.
Ésr oet ekki staðið einn. Síðasti ræðu-
o o
maður kvöldsins lagði áherzlu á að
taka hvern einstakan dag alvarlega.
Dagskrá okkar nær yfir alla hina 24
tíma sólarhringsins. En dagurinn í dag
er sá eini, sem við ráðum yfir. Dagur-
inn í gær er liðinn og morgundaginn
eigum við ekki vísan.“
Ég lauk fundinum með þessum orð-
um:
„A A er ekki kristilegur félagsskap-
ur, en við munum þó flest vera sam-
mála um, að hinn andlegi þáttur hans
sé hinn mikilvægasti. Við skulum rísa
úr sætum og slíta fundinum á venju-
legan hátt.... Gef oss í dag vort dag-
legt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuld-
ir, svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautunr. . . . “
Þegar við hjónin leiddumst heim
þetta kvöld, vorum við tvö um að bera
það, sem við gátum ekki breytt vegna
þess að ég hafði nú loksins öðlazt hug-
rekki til að breyta því, sem ég gat. Og
við gerum okkur bæði glöggan grein-
armun á þessu tvennu.
Þýtt H. J. M.
Það ganga ýmsar skemmtilegar sögur um
það, að fólk, sem kemur í hina risavöxnu
byggingu ameríska varnarmálaráðuneytisins,
Pentagon, ráfi þar um dögum og vikum sam-
an án þess að finna leið út úr þessu mikla
völundarhúsi. Sagt er meðal annars frá konu
einni, sem fyrir skömmu kom æðandi til
varðar eins og kallaði: „Hjálpið mér til að
komast samstundis út — út!“
Vörðurinn sá samstundis, að konan ætti
frekar heima á fæðingardeildinni en hér, og
um leið og hann fylgdi henni út, sagði hann
ásakandi: „Þér hefðuð ekki átt að koma hér
inn í slíku ástandi frú mín góð.“
„Þér verðið að afsaka," mælti hún feimnis-
lega. „En ég gerði það heldur ekki.“
Maður nokkur, sem var mjög hreykinn af
garðinum sínum, barðist örvæntingarfullri
baráttu við lokasjóðinn, sem stöðugt breidd-
ist út um allan garðinn. Er hann hafði reynt
óteljandi aðferðir til að útrýma honum, skrif-
aði hann garðyrkjuþættinum í blaði einu, og
skýrði þar nákvæmlega frá öllum sínum
hernaðaraðgerðum gegn lokasjóðnum, og
spurði svo að lokum: „Hvað á ég að gera?“
Nokkru síðar kom svarið og það hljóðaði
þannig:
„Þér verðið að læra að láta yður þvkja vænt
um hann.“