Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 26
70 HEIMILI OG SKÓLI tilviljun. Þetta gerir foreldrastarfið og kennarastarfið svo erfitt nú á dögum. Þetta er alvörumál, þegar þess er gætt, að menning þjóðarinnar á nálega allt undir heimilunum og skólunum kom- ið. Það er í senn dásamlegt og óvenju- lega vandasamt að vera ungur nú, og þó hafa tækfærin aldrei verið fleiri til að menntast og þroskast, en líka til að týna áttum og villast. Skólaárin eru áhyggjulausustu ár ævinnar. Þegar þeim lýkur, tekur vandinn við. Og svo erum við alltaf að hneykslast á unga fólkinu okkar. Stundum kannski ekki að ástæðulausu. Vafalaust er að flest þessi hneykslunarefni eiga rætur sínar í of veiku og handahófskenndu upp- eldi á upplausnaröld. Þar með talið vafasamt fordæmi hinna eldri á ýms- um sviðum. En þar er komið að um- ræðuefni, sem ekki verður rætt hér á stuttri kveðjustund. Eg vil þó aðeins nefna eitt hættumerki, sem segir sína sögu. Borgarlæknirinn í Reykjavík hefur rannsakað tóbaksnautn barna og ung- linga í skólum höfuðborgarinnar, og kemur þá í ljós, að fjórða hvert barn 13 ára er farð að reykja. 34% drengj- anna og 17% stúlkna. — Börnin reykja misjafnlega mikið, allt frá 10 sígarett- um á mánuði upp í 20 sígarettur á dag. Um sextán ára aldur er helmingur allra drengja farinn að reykja, en fjórða hver stúlka. Það má gera ráð fyrir að þetta sé svipað annars staðar í þéttbýlinu, jafnvel út um sveitir. Þetta eina atriði segir mikla og alvarlega sögu. Þar eru reykingar barna aðeins einn þátturinn. Inn í þessa viðsjálu öld hafa börn okkar í dair fæðzt. ()« hvers vegna skyldu börnin ekki reykja, þegar þau fæðast svo að segja í tóbaksreyk og lifa í tóbaksreyk alla sína bernsku og æsku? — Þið hafið öll, börnin mín, fæðzt inn í mestu framfaraöld veraldarsög- unnar. Aldrei hefur þekking manna staðið á hærra stigi en nú, þótt glóru- laus vanþekking drottni enn yfir heil- um heimshlutum. Aldrei hafa vísindin unnið slík kraftaverk og nú. En á bak við öll þessi kraftaverk standa skólarn- ir allt frá þeim lægstu til hinna hæstu. Aldrei hefur verið gert meira til að mennta og manna börn og unglinga en nú. Það mætti því ætla, að það yrðu hamingjusöm börn, sem fæðast inn í slíkan heim. — Það er stórt að vera barn kjarnorkualdar, beizla náttúru- öflin og láta þau vinna kraftaverk. Þetta er ljóst. En hitt er ekki eins ljóst, að það er stærra að vera gott barn — vera guðs barn í hug og hjarta. Öll þessi risavaxna ytri menning, er fánýt ef við eignumst ekki um leið betri menn. — Betri börn — betri kennara — betri foreldra — betri stjórnmálamenn og leiðtoga. Á þessu veltur miklu meira en vélunum — öllum vélum heimsins samanlas;t oa; allri orku þeirra. Ef hin goðborna orka hugans er óbeizluð, stendur menning vor enn á frumstigi. Kristur talaði aldrei um betri og fullkomnari vélar. Auðvitað hefði hann ekki verið á móti vélunum. Hann var of víðsýnn til þess. En hann talaði alltaf um manninn og meðal annars bömin. Þau voru í hans augum von mannkynsins. Þau áttu eftir að verða menn — góðir menn. — Hann

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.