Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 sagði: Verið fullkomin eins og faðir yðar á himnum er fullkominn. Þetta var takmarkið. Þetta var hans stefnu- skrá. — Maðurinn fyrst. Svo kom allt hitt á eftir. Hann minntist ekkert á vélar í þessari stefnuskrá. Hann sagði líka: Allt það, sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. — Þetta var lögmálið, sem mennirnir áttu að lifa eftir. Skyldu þeir muna eftir þessu í Suður-Afríku? Skyldum við sjálf alltaf muna eftir þessu í daglegu lífi okkar í umgengni okkar við náungann? Það er aldrei minnzt á þetta í flokksblöðum stjórn- málaflokkanna. En þótt við myndum ekkert annað en þetta eina úr kenn- ingu Krists, gæti það samt orðið mann- kyninu til mikillar blessunar í fram- tíðinni. Ég hef með vilja lítið minnzt á einkunnir á þessari stórhátíð einkunn- anna. Ég hef enga oftrú á einkunnum og ber takmarkað traust til þeirra og forsagnargildi þeirra, þótt þær segi venjulega sína sögu, skemmtilega eða óskemmtilega, eftir atvikum. En eitt er víst: Þið verðið ekki spurð um einkunnir á mestu alvöru- og úrslita- stundum lífsins. Þið verðið ekki spurð um einkunnir þegar þið fastnið ykkur maka. Þið verðið ekki spurð um ein- kunnir, þegar þið komizt í ykkar mestu mannraunir, og þið verðið loks ekki spurð um einkunnir þegar þið gerið upp reikningana að ævikvöldi. Þar er það annað, sem gildir. Börn og unglingar fá háar einkunn- ir af tvennum ástæðum: Vegna góðra gáfna og trúmennsku og samvizkusemi við námið. Á sama hátt fá þau lágar einkunnir af gagnstæðum ástæðum. Þetta er allt, sem ég segi um einkunn- ir. Það getur verið báðum flokkunum til athugunar og eftirbreytni. Annars vil ég segja það, að mér hefur þótt gæta meiri linku og þrekleysis við nám barna almennt á hinum síðustu árum en á hinum fyrri kennsluárum mínum. Kannski hefði mér borið skylda til að nota þessar síðustu mínútur, sem ég er meðal ykkar, til að leggja ykkur nokkrar haldgóðar lífsreglur, sem gætu komið ykkur að haldi síðar. En einhvern veginn hef ég ekki trú á því. Ég held, að það hefði ekki verið að skapi ykkar. Prédikanir eru tvíeggjað vopn. Þið eruð ung og bjartsýn og ekki með neinn ugg fyrir framtíðinni. — Guði sé lof! Þið skuluð reyna að eiga ykkar bernsku- og æskugleði á meðan hún verður ekki tekin frá ykkur. Ham- ingjan gefi, að þið megið eiga hana sem lengst! — Þið hafið nú lokið námi ykkar hér í þessum skóla. Hann hefur viljað gefa ykkur það bezta, sem hann átti, en þið hafið einnig gefið honum mik- ið. Þið hafið gefið köldum steininum líf, og þið liafið gefið honum hluta af ykkur sjálfum og persónuleika ykkar. Við höfum viljað reyna að ala ykkur upp, en þið hafið einnig með vissum hætti alið okkur upp. Þannig er gott að skilja. Þegar þið komuð hingað fyrst á björtu vori fyrir sex árum, voruð þið eins og blóm, sem eru að springa út. Það er mikil hamingja, þrátt fyrir allt, að mega fylgjast með þessum blómum, sjá þau smátt og smátt vaxa og breiða út blöð sín, og kannski ofurlítið hjálpa þeim til að þroskast. Meira er það nú ekki.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.