Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 41
HEIMILI OG SKÓLI
85
Skíðanámskeiðið var í marzmánuði.
Kennari var ungur skíðagarpur úr
Reykjavík, Bjarni Einarsson. Skólamót-
ið var 23. marz. Verðlaunaspjöld og
bikarar voru afhent við skólaslitin 30.
apríl.
Hinar árlegu samkomur skólans
voru þrjár og fóru fram dagan 17.—19.
marz. Aðsókn var ágæt og þóttu sam-
konnirnar takast vel.
Skólinn safnaði kr. 2350.00 til flótta-
mannahjálpar, sem þjóðkirkjan efndi
til í nóvember, og einnig kr. 3744.00
til „MAÍ-söfnunarinnar“ í Húsavík.
Umferðavika skólans var að þessu
sinni í síðustu viku febrúar. Lúðvík
Jónasson, fyrrv. lögregluþjónn, heim-
sótti alla bekki skólans þessa viku og
ræddi við nemendur eina kennslu-
stund um umferðamál.
Barnastukan efndi til eins foreldra-
fundar í vetur, 12. febrúar, fundar,
sem jafnframt var afmælisfundur, því
að stúkan átti 15 ára starfsafmæli á
þessu skólaári. Rakti gæzlumaður þar
í stuttu rnáli starfssögu stúkunnar,
mark hennar og mið, en börnin
skemmtu á ýmsan Iiátt. Að lokum tóku
nokkrir til máls og fóru viðurkenning-
arorðum um 15 ára starfsenri þessa
félagsskapar.
Stúkan starfaði reglulega í vetur,
eins og öll þessi ár. Auk hinna venju-
legu funda- og félagsstarfa, fór hún í
eina skemmtiferð í október og stóð
fyrir nokkurra vikna dansnámskeiði,
en það lrefur hún gert flest árin og
verið einkar vinsælt.
Heimsóknir gesta. Prófasturinn
heimsótti skólann flesta mánudags-
morgna, eins og fyrr, og flutti morg-
unbænir.
Gamall og góður nemandi skólans,
séra Örn Friðriksson á Skútustöðum,
kom tvisvar í skólann og flutti morg-
unbænir í bæði skiptin.
Námsstjórinn, Stefán Jónsson, heim-
sótti skólann 21. marz og var með
nokkrum frávikum í fjóra daga. Kom
hann í alla bekki skólans og lagði verk-
efni fyrir nemendur efsta bekkjarins.
Loks ræddi hann sameiginlega við
nemendur fjögurra efstu bekkjanna
og sat fund með kennurum skólans.
Tveir jólasveinar heimsóttu skólann
á „litlu jólunum“, eins og þeir hafa
gert mörg undanfarin ár, skemmtu
börnunum nokkra stund með söno o°f
o O
gamanmálum og afhentu þeim öllum
ávexti frá vinaskipi skólans, Arnar-
felli.
Fyrsti sumardagur var hátíðlegur
haldinn á líkan hátt og fyrr. Nemend-
ur skólans og kennarar sáu um dag-
skráratriðin á barnasamkomunni.
Sala sparimerkja á skólaárinu nam
kr. 13.710.00. Hafa þá alls verið seld
merki í skólanum þau 6 ár, sem þessi
merka, skipulagða starfsemi hefur far-
ið fram, fyrir kr. 64.734.00.
Kennarar skólans eru nú, auk skóla-
stjóra: Jóhannes Guðmundsson, Arn-
heiður Eggertsdóttir, Ingimundur
Jónsson, Njáll Bjarnason, Sigurður
Hallmarsson og Vilhjálmur Pálsson.
ATHYGLI
skal vakin á því, að uppsögn á ritinu
verður að vera komin til afgreiðslunn-
ar fyrir áramót og verður því aðeins
tekin gild, að kaupandi sé skuldlaus
við ritið.
Afgreiðslumaður.