Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 16
60 HEIMILI OG SKÓLI Nokkur l ieilræéi fyrir kennara 1. Vertu alltaf eðlilegur í framkomu í kennslustofu þinni. Vertu frjáls- mannlegur í framkomu, alltaf hlýr og vingjarnlegur, en þó einbeittur. 2. Talaðu ekki hátt, heldur ekki of lágt, en um fram allt skýrt. Það er hluti af móðurmálskennslu þinni. Sparaðu ekki allt of mikið að brosa, þegar það á við. Ekki sakar að hlæja uppliátt einstöku sinnum. Það hreins- ar loftið. 3. Notaðu aldrei háð í þjónustu ag- ans, sem beinist að einu sérstöku barni. Börn þola allt annað betur. Háð eiga þau erfitt með að fyrirgefa kennaranum. 4. Hafðu gát á orðum þínum í bekknum, einkum þegar þú ert að finna að. Eitt ógætilegt orð, eða setn- ing, sem særir barnið, bakar þér kannski óvildar þess og foreldranna. 5. Varastu að ávíta eitt barn yfir allan hópinn. Talaðu heldur einslega við það. Varastu einnig að láta bekk- inn dæma um ávirðinoar einstakra o barna. Og segið aldrei neitt við börn- in, allra sízt þau seinfæru, sem vakið getur vantraust þeirra á sjálfum sér. 6. Gættu þess að tala aldrei í reiði- tón við börnin, jafnvel þótt þau eigi aðfinnslur skilið. Hann leiðir til and- stöðu, en ekki betrunar. Alvarlegar og einbeittar aðfinnslur eru máttugri til góðra áhrifa. 7. Komdu alltaf með „dagseðil“ í skólann á hverjum degi, þar sem dag- urinn er skipulagður: Hvað á að syngja í byrjun fyrsta tímans? Hvað á að setja fyrir í hverri grein? Hvað á að innheimta hjá börnunum? o. fl. Sé þetta ekki allt fyrir hendi, er hætt við að handahóf verði á ýmsu. 8. Hafðu við hendina í stofunni, allt það, sem þú þarft að nota við kennsl- una á hverjum degi, e£ hægt er, svo sem kennsluáhöld, bækur o. fl. Það truflar kennsluna að þurfa að sækja þetta þegar kennslustund er liafin. 9. Vertu sjálfur reglusamur í hví- vetna, í smáu sem stóru. Þá elur þú upp reglusama nemendur. 10. Settu aldrei meira fyrir til heimanáms en svo, að börnin geti kom- izt yfir það með góðu móti og skili því sæmilega næsta dag. En til þess þarft þú að setja þig í spor barnsins og kunna skil á getu þess og þroska á hvaða aldri sem það er. 11. Gættu þess að gera öllu sem þú settir fyrir daginn áður, einhver skil. Börnin vilja það. Annars er hætt við, að þau missi áhugann fyrir að gera vel og vanda sig. 12. Sýndu börnunum alltaf virð- ingu. Vertu kurteis við þau. Þá verða þau kurteis við þig og bera virðingu fyrir þér. 13. Vertu vinur nemenda þinna og reyndu að gera þau að vinum þínum. Þá mun allt annað verða léttara. 14. Vertu bindindismaður. — Kenn- ari hefur meiri uppeldisáhrif með því, sem hann er heldur en hvað hann seg- ir, þótt það geti verið mikilvægt. 15. Vanda mál þitt. í skólastofunni má ekki heyrast gróft né óvandað mál. Sé farið eftir þessum einföldu heil- ræðum, mun skólastarfið ganga vel.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.