Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 35

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 35
HEIMILI OG SKÓLI 79 A vegamótum Þegar skólastarf hefst á hverju hausti, leitar margt á hugann. Vanda- málin í fyrra rifjast upp. Verða þau ekki svipuð í vetur? Það er reynt að draga ályktanir af því, sem gerðist í fyrra — varast vítin og læra af reynsl- unni. Það er reynt að koma í veg fyrir að vandamál skapist. Hvað er hægt að gera fyrir litla drenginn og litlu stúlk- una, sem þokuðust ekkert áfram sl. vetur? Er ekki hægt að gera eitthvað sérstak fyrir þau til að þoka þeinr áfram? Hvernig á að fara með dreng- inn, sem skrópaði alltaf í fyrra. Hvern- ig er hægt að hjálpa þeim heimilum, sem ekki geta orðið samstiga skólanum í að framfylgja sjálfsögðustu skyldum, sem skólinn krefst af þeim? Spurningarnar koma úr öllum átt- um eins og örvaregn. Hver bekkur og iiver aldursflokkur á sín vandamál. Já, hver einstakur nemandi á kröfu á því, að á hann sé litið sem einstakling með Svo bar það við dag einn, að ég gat selt fyrstu smásöguna mína. Og þegar ég fékk ávísunina, gekk ég rakleitt til mömmu og lagði þennan langa og græna pappírsmiða í kjöltu hennar. „Þetta er til þín, mamma,“ sagði ég. „Þú átt að leggja þetta inn í bankabók- ina þína.“ Hún handlék ávísunina nokkra stund. „Ég þakka þér fyrir, litla stúlk- an mín,“ sagði hún og ég sá að augu hennar voru full af göfugu stolti. „Á sínar sérþarfir en ekki eitt hjól í vél eða einn dropa í hafinu. Við verðurn að forðast að líta á börnin okkar í skól- anum sem stærri og smærri einingar. Þótt börnunum sé til hægðarauka og af brýnni þörf skipað í deildir, megum við aldrei gleyma því, að þau eru fyrst og fremst einstaklingar, og hafa sínar sérjDarfir sem slíkir. Það þarf að beita öðrum aðferðum við litla, hlédræga og feimna drenginn eða stúlkuna en órabelginn, sem aldrei getur verið kyrr. Það þarf að taka treggáfaða drenginn eða stúlkuna öðrum tökum en gáfaða barnið, sem situr við lilið þeirra. Einn þarf sterkt aðhald, sterk- an en vingjarnlegan aga. Annað barn þarf uppörvun — sífellda uppörvun. Hann vantar sjálfstraustið, þessa ómiss- andi öryggiskennd við allt nám. Einn drengurinn á erfitt með að fylgja regl- um skólans. Hann þarf einbeitt að- hald og vingjarnlegar bendingar. morgun skaltu fara með hana í bank- ann,“ sagði ég. „Ætlar þú að koma með mér, Katrín?“ spurði mamma. „Það er ekki nauðsynlegt, mamma. Þú sérð, að þitt nafn stendur á ávísun- inni. Það er ekki annað að gera en leggja hana inn á bankanúmerið þitt.“ Ofurlítið glettið bros leið yfir varir mömmu. „Það er ekki um neina bankabók að ræða,“ sagði hún. „Ég hef aldrei á ævi minni stigið inn fyrir dyr á nokkrum banka.“

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.