Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 30

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 30
74 HEIMILI OG SKÓLI nrs ber að höndum, má samstundis hringja til þessara stofnana og fá leið- beiningar um, hvað gera skal áður en hægt er að koma barninu í sjúkrahús. Þessar aðgerðir allar Jiafa vafalaust komið í veg fyrir þúsundir alvarlegra slysa á bömum. En við höfum gert allt of lítið til að koma í veg fyrir liina raunverulegu orsök þessara slysa, en það er hin Jráskalega trú foreldranna, að það sé ekki hægt að koma í veg fyr- ir þau. En sannleikurinn er sá, að hvert slys er afleiðing lreillar keðju af ;,til- viljunum“ og hverju sinni, sem við vanrækjum að rjúfa þessa keðju, annað hvort með því að fjarlægja það, sem hættunum veldur, eða fræða barnið um hættumar, þá réttum við ógæfunni Jrjálparhönd. Þess vegna er það mikil- vægt að foreldrar og aðrir í fjölskyld- unni geri sér það Jjóst, livað hægt er að gera til að koma í veg fyrir slysin. Ungbarn er ákaflega hjálparvana lífsvera, því verður að vernda það og gæta þess á allan hátt. Það nrá t. d. aldrei skilja það eftir eitt á borði eða bekk, þar sem hætta er á að það geti fallið niður. Það getur drukknað í vatni, sem er einn sentinretri á dýpt, ef það veltir sér á magann í baðkerinu á nreðan móðir þess lrleypur til að svara í símann. Það getur kafnað í koddum og bómullarteppum. Ef riml- arnir í rúmi þess eru ekki nógu þéttir, getur það stungið Iröfðinu á nrilli þeirra og jafnvel beðið af því bana. Barnið sýgur allt, sem það nær í. Það má því aldrei mála neitt í herberginu, lrvorki leikföng, húsgögn né annað með málningu, sem í eru blýefni. Þá ligg- ur það í augum uppi, að aldrei má láta börn fá litla hluti, sem þau geta stungið upp í sig og jafnvel gleypt, eða þeir setið fastir í hálsi þess. Þetta eru allt sjálfsagðir hlutir, en þó farast þús- undir barna á hverju ári vegna þess að fullorðna fólkið vanrækir þessar sjálf- sögðu öryggisráðstafanir. Um leið og litla barnið fer að ganga, vex hættan um allan helming. Við rannsókn í borg þeirri, sem ég starfa í, hefur komið í 1 jós, að 39% af öllum þeim slysum, sem börn verða fyrir, stafa af falli. Og langflest þessara slysa hefði verið hægt að koma í veg fyrir, ef móðirin hefði komið fyrir létta í rúminu eða vamrinum til að lialda sér o í, eða ef faðirinn hefði komið fyrir grind við stigann, að ofaii eða neðan. Rétt 29% af slysunum stöfuðu af liögg- um. Mörg börn verða fyrir slysum er þau reyna að teygja sig upp í háar hill- ur eða skápa, sem hefðu átt að vera læstir, og steypa þá kannski yfir sig þungum skálum eða strokjárni og öðru slíku. Um 12% af slysum þeim, sem þarna komu til athugunar stöfuðu af stungum eða skurðum. Það er bein af- leiðing af þeirri ógætni að leyfa börn- um að ganga um með skæri og hnífa og leika sér með oddhvassa hluti. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þær mörgu hættur, sem liggja í leyni fyrir börnum okkar innan veggja heimilis- ins. Og eina ráðið sem þú hefur yfir að ráða til að koma í veg fyrir slys á bömum þínum, er að ganga um heim- ili þitt og skrifa lista yfir allar hættur, sem geta beðið barnsins þíns þar og reyna svo að fjarlægja þær, eða gera ráðstafanir til að ekkert slys geti staf- að af þeim. Slíkan lista átt þú ekki aðeins að gera einu sinni, heldnr margoft, því að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.