Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 8
52
HEIMILI OG SKÓLI
„Vizka hjartans
EFTIR ELÍSABET BYRD
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð
með áætlunarbíl til skozka bæjarins
Inverness. í bílnum sat ég við hlið há-
vaxinnar, grannholda sveitakonu, sem
spurði mig, hvernig stæði á því að ég,
útlend kona, væri á norðurleið á þess-
um harðasta tíma ársins. „Það eru
hörð veður hérna uppi á Hálöndun-
um,“ sagði hún.
Ég sagði henni, að hörð veðrátta ætti
vel við mig og að ég væri að viða að
mér efni í skáldsögu. Ég sagði henni,
að mig langaði til að kynnast bændun-
um og hirðunum hérna á skozka há-
lendinu, kynnast gömlum þjóðsögum
og siðum, sem haldizt hafa nálega
óbreyttir í 400 ár.
Hún sagði, að mér væri velkomið
að gista hjá sér í nótt. „Við eigum að
vísu aðeins lítinn kofa,“ sagði hún,
„en þar er hlýtt og notalegt, og mér
væri það aðeins ánægja að hýsa yður.
Það er dálítið einmanalegt fyrir mig,
þegar maðurinn minn er á markaðn-
um.“
Það var húðarrigning, er við náð-
um loksins til litla og fátæklega kofans
hennar í þessu eyðilega og hrjóstruga
landslagi. Tveir stórir fjárhundar
buðu okkur velkomnar og frú Mc
Intosh leiddi mig inn í kofann sinn,
en þar var allt sópað og prýtt.
En allt í einu slokknaði IjÖsið. Hún
andvarpaði: „Æ, þarna fór þá rafmagn-
ið,“ sagði hún og kveikti á kerti. A
meðan hún var að kveikja upp eld á
arninum, var barið að dyrum.
Hún lauk upp dyrunum og úti fyr-
ir stóð drengur. Hún lét hann koma
inn og flýtti sér að færa hann úr renn-
blautri yfirhöfninni. Þegar hann kom
betur í birtuna, sá ég að þetta var á
að gizka 12 ára drengur, en hann var
svo vanskapaður, að það var hryggi-
legt á að líta.
Þegar hann hafði jafnað sig litla
stund, sagði hann: „Pabbi Ýeyndi að
hringja til yðar, en það svaraði eng-
inn, svo að ég hljóp hingað til að vita
hvernig yður liði.“
„Ég þakka þér fyrir, Pétur minn,“
sagði hún og kynnti okkur, og nú jókst
stormurinn um allan helming. Það
þaut og hvein í kofaþakinu og glugga-
hlerarnir glömruðu og nötruðu, eins
og óteljandi draugar hristu þá og
berðu. Ég sagði þeim frá því með mik-
illi hrifningu, hve þessar hamfarir
hefðu djúp áhrif á mig, en sitja svo
hins vegar við brennandi arin í nota-
legri stofu.
„Eruð þér ekki vitund hræddar?“
spurði Pétur. Ég ætlaði að fara að
segja nei, en jafnvel þótt húsfreyjan
vissi ekki hvað ótti var, varð hún fyrri
til og flýtti sér að segja einmitt það,
sem hver einasti drengur kaus að heyra
undir svona kringumstæðum: „Auðvit-
að er hún dálítið hrædd og það er ég
einnig, en nú er minni ástæða til þess,