Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 34

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 34
78 HEIMILI OG SKÓLI bækur o. s. frv. Mamma horfði hugs- andi á þessa fallegu talnadálka. Síðan taldi hún peningana, sem voru í „litla bankanum“. Þeir reyndust ekki vera nógir fyrir öllum þörfunum. Hún varð alvarleg og sagði með mildri rödd: ,/Það væri nú leitt að þurfa að taka út úr bankabókinni, eða hvað finnst ykkur?“ Við hristum öll höfuðið. „Eg get unnið hjá kaupmanninum í sumarleyfinu," sagði Níels. Mamma brosti glaðlega og skrifaði og skrifaði hjá sér nýjar tölur — lagði saman og dró frá. Pabbi reiknaði allt í huganum. Hann var svo ágætur í O O hugareikningi. „Þetta er ekki nóg,“ sagði liann. Svo tók hann pípuna út úr sér og horfði lengi á hana-----„Ég hætti að reykja,“ sagði hann eftir litla þögn. Mamma teygði liöndina yfir borðið og klappaði hlýlega á handlegg hans. En hún sagði ekkert, en bætti bara einni tölu enn við dálkinn. „Ég get gætt barnanna hans Södermanns á hverju föstudagskvöldi,“ sagði ég. Nú vorum við öll komin í svo dæmalaust gott skap. Enn hafði okkur tekizt að komast hjá því að taka úr bankabók- inni. „Litli bankinn“ hafði að þessu sinni fullnægt þörfunum. Ég man það vel, að á þessu sama ári hafði hann einnig leyst úr smávand- ræðum á heimilinu. Til hans hafði verið leitað, þegar Karen þurfti að fá kjól á skólahátíðina. Það var einnig hægt að greiða læknishjálp úr honum, þegar taka þurfti kirtlana úr Dagmar, og loks má geta þess síðast en ekki sízt, að þegar ég þurfti að fá skátabún- ina;, gat hann einnig staðið straum af o* o o þeim kostnaði. En á bak við allt þetta bjó þó sú vissa, að ef eitthvað sérstakt og óvænt kom fyrir, var þó alltaf hægt að leita til bankabókarinnar í stóra bankanum. Þetta veitti okkur öllum öryggi og gleði. Þegar verkfallið dundi svo yfir, var mamma bjartsýn og sagði, að engin ástæða væri til að kvíða neinu, og við hjálpuðumst öll að því að draga sem mest á langinn, að stíga hið örlagaríka spor að fara niður i bæinn og sækja peninga í „stóra bankann“. Þetta allt var eins og spennandi leikur. Hvað gerði það til, þótt við yrðum að flytja skrifborðið fram í eldhús til þess að geta leigt stofuna okkar? Um þessar mundir fór mamma að vinna í brauðgerðinni og fékk að laun- um ósköpin öll af brauði — gömlu brauði — en það mátti vel borða það. Pabbi þvoði flöskur í mjólkursam- laginu öll kvöld. Fyrir það fékk hann þrjá lítra af nýmjólk og svo mikið af undanrennu, sem hann gat borið heim. Úr henni bjó mamma svo til heilmikið af ágætum osti. Daginn, sem verkfallinu lauk, þótti mér sem mamma yrði reistari í fasi, eins og eitthvert þungt farg hefði legið á henni. Pabbi fór aftur að vinna. Hún leit í kringum sig stolt á svip og sagði: „Við stóðum okkur bæri- lega!“ hún brosti til okkar um leið. „Þarna getið þið séð. Enn einu sinni fór það svo, að við þurftum ekki að snerta bankainnstæðuna!" Og svo allt í einu — þannig fannst okkur systkinunum það — vorum við orðin fullorðin og komin í fastar stöð- ur. Við vorum öll farin að heiman og pabbi kominn á ellilaun.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.