Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 29
HEIMILI OG SKÓLI
73
fívernig getum vih verndah börn
okkar fyrir slysum?
EFTIR DR. MED. GEORGE STARBUCH
Það gleður mig innilega sem bama-
lækni að sjá alla þá ástúð, sem foreldr-
ar sýna börnum sínum á hverjum degi
og sérstaklega að sjá alla þá viðkvæmu
blíðu, sem þeir sýna þeim, þegar þau
eru veik. En ég held þó, að flestir
læknar munu vera mér sammála um
það, að þessir foreldrar eru oft furðu-
lega tómlátir um að tryggja börn sín
fyrir alls konar slysum.
Dæmið um Súsönnu litlu er eftir-
minnilegt. — Því rniður. — Áður en
hún fæddist las móðir hennar allar
þær bækur um barnauppeldi, sem hún
gat komizt yfir. Síðar fór hún sam-
vizkusamlega með barnið til læknis og
lét bólusetja það við öllum þeim sjúk-
dómum, sem hægt er að koma í veg
fyrir með slíkri aðgerð, og hún fylgdi
einnis; samvizkusamleoia öllum ráðlesrsi-
ingum mínum um mataræði. En dag
nokkurn, þegar Súsanna var rúmlega
20 mánaða gömul, skildi móðir henn-
ar barnið eftir á eldhúsgólfinu „eitt
andartak“ á meðan hún lrljóp út með
eitthvað til þerris. Á þessu „eina and-
artaki“ klifraði telpan upp á stól og
stakk vasaklút inn í þvottavindu, sem
gekk fyrir rafmagni. Afleiðingarnar
urðu þær, að telpan laskaði á sér þrjá
fingur, einn brotnaði og tveir löskuð-
ust mikið, svo að telpan varð að ganga
með höndina í gipsi langan tíma.
Svona atvik þekkja barnalæknar
manna bezt, og það er staðreynd, að
slík slys í heimilunum og í nálægð
þeirra hafa gert margan manninn ör-
kumla aumingja. En það er einnig
staðreynd, að það væri hægt að komast
hjá 90% af þessum slysum með gætni
og varkárni. Og það kostar ekki meiri
fyrirhöfn en að fara með barn til lækn-
is til að láta bólusetja jiað. Það má því
með nokkrum sanni segja, að þessi ör-
lagaríku slys á börnum stafi að veru-
legu leyti af andvaraleysi foreldranna
og eftirlátssemi við börnin.
Fyrir um það bil 10 árum skipaði
barnalæknafélagið í Ameríku nefnd
til að rannsaka, hvað hægt væri að gera
til að koma í veg fyrir hin tíðu slys á
börnum. Nefnd þessi hafði samband
við menn í málninga- og lakkiðnaðin-
um, til þess að fá framleidda leikfanga-
málningu með svo litlu blýmagni, sem
mögulegt er. En blýeitrun meðal barna
er talsvert algeng. Við höfum einnig
liafið baráttu gegn barnaklæðnaði, sem
er mjög eldfimur og við höfum fengið
samþykkt lög, sem takmarkar sölu
þessara efna. Kæliskápar eru nú þann-
ig gerðir, að börn geta ekki lokað sig
þar inni og beðið þar kvalafullan
dauða. Á síðustu árum er nú unnið að
því um allan heim að koma á stofnun-
um, sem hafa eftirlit með eiturefnum,
sem kunna að vera í venjulegum heim-
ilislyfjasöfnum. Ef slys af völdum eit-