Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 10
54
HEIMILI OG SKÓLI
ist kraftaverkið. Hún varð allt í einu
svo hamingjusöm og glöð, að hún varð
bókstafle2ia falleg á stuttri stund. Ann-
ar ungur maður bað hana því næst um
næsta dans, og eftir þetta hvarf hún
bókstaflega ekki af gólfinu, það sem
eftir var kvöldsins.
Slík tillitssemi og háttvísi getur
tenot mennina saman við hinar ólík-
o
ustu lífsaðstæður. Hún getur til dæmis
varpað sifelldum Ijóma yfir hjóna-
bandið. Vinkona mín ein hefur sagt
mér, að hún eins og margar aðrar kon-
ur — hafi verið mjög áhyggjufull á af-
mælisdeginum sínum, er hún varð
fertug. Auðvitað var henni ljóst, að
hún átti að öllum líkindum eftir að
lifa mörg hamingjusöm ár.
Hún minntist ekkert á þessar áhyggj-
ur sínar við manninn sinn við morg-
unverðarborðið, en þegar hann var
farinn, missti hún allt vald á tárunum.
Hún hugsaði með skelfingu um allt
það, sem beið hennar í framtíðinni:
grá hár, hrukkur í andliti og eilíf bar-
átta við ellimörkin og líkamsvöxtinn.
Þegar maður hennar kom heim af
skrifstofunni hélt hún skapi sínu í
jafnvægi hið ytra, en hið innra bjó
óróleikinn og kvíðinn.
Eftir miðdegisverðinn sagði maður
hennar:
„Komdu nú inn í stofuna og líttu á
afmælisgjaíirnar."
Þau höfðu alltaf gefið hvort öðru
einhverja hagnýta hluti, svo að hún
bjóst við að þarna biði hennar ryk-
suga, sem hana vanhagaði að vísu mjög
um. En sér til mikillar undrunar sá
hún þarna mjög fallega útsaumaða
silkiinniskó, og í öðrum böggli voru
vönduð og blúndulögð undirföt úr
silki. Hann gaf enga skýringu á því,
hvers vegna hann hafði breytt út af
venjunni með afmælisgjöfina, en þess
þurfti heldur ekki. Eg vissi hvað hann
ætlaði að segja: „Þú ert fögur og verð-
ur það alltaf“. Og svo gerðist líka
undrið: áður en fimm mínútur voru
liðnar var ég orðin svo ánægð með
sjálfa mig, að mér fannst hann hafa
rétt fyrir sér í þessu.
Fólkið, sem á „vizku hjartans“ hið
innra með sér á aldrei svo annríkt, að
það hafi ekki tíma til að sinna vanda-
málum annarra. Sígilt dæmi er sagan
um litla, einmana drenginn, sem unni
svo heitt eineygða bangsanum sínum,
að hann tók hann með sér á sjúkra-
húsið, þegar hann var sjálfur lagður
þar inn til uppskurðar. Það þurfti að
skera úr honum hálseitla.
Þegar læknirinn kom til hans í
sjúkrastofuna og sagði, að nú ætti
hann að koma niður á skurðstofuna,
þrýsti hann bangsanum svo fast að sér,
að það var auðséð, að hann ætlaði ekki
að sleppa honum.
Þegar hjúkrunarkonan gerði sig lík-
lega til að taka bangsann af honum,
kom læknirinn til hennar og mælti al-
varlega:
„Látum bangsann einnig koma, ég
sé ekki betur en hann þurfi einnig *
læknishjálpar."
Þegar drengurinn vaknaði af svæf-
ingunni, lá bangsinn einnig á koddan-
um hans, en fyrir sjúka augað hafði
verið bundið svo vel og snyrtilega, að
auðséð var að þar hafði vanur skurð-
læknir um vélt.
Alltaf og alls staðar gefast okkur
tækifæri til að uppörfa, gleðja og