Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI
51
minnsta kosti meðan ekki er farið að
ala börnin alveg upp í sérstökum upp-
eldisstofnunum og svo langt er enn
ekki komið oa; vonandi verður aldrei.
Börn alast ekki upp, nema í hæfileg-
um samskiptum við fullorðið fólk, geti
notið samvista við það og fengið frá
því leðbeinngu. Ég hef æði oft heyrt
foreldra segja: „Nú, en það má ekki
banna barninu, það verður að fá að
vera sjálfrátt“. Hér er misskilningur-
inn kominn á stórhættulegt stig. Rugl-
að er saman, annað hvort af þekkingar-
leysi og ég held þó fremur af sljóleika
og andvaraleysi, tvennu alls óskyldu, í
sannleika andstæðum: Frjálsræði og
hins vegar vanrækslu og skeytingar-
leysi. Það verður að segjast skýrt og
skorinort: Afskiptaleysi og skeytingar-
leysi um barnið er öllu öðru verra.
Hinir gömlu uppeldishættir, sem í
versta falli byggðust á einhliða vald-
boði og hlýðni, voru margfalt betri,
því að í þeim fólust afskipti af barn-
inu, sem beindust að einhverju marki.
Hitt, sem því miður er alltof algengt í
bæjunum á íslandi í dag, að láta börn-
in ganga sjálfala og afskipta lítil á göt-
unum mikinn hluta dagsins, er alls
ekkert uppeldi og stórhættulegt fyrir
allan þroska þeirra, einkum tilfinn-
ingaleaja. Það verður að leiðbeina
börnunum og sú leiðbeining krefst
tíma og fyrirhafnar. Foreldrar í bæj-
unum og ef til vill í sveitum líka eins
og nú er orðið háttað lífi þar, verða að
gera sér þess grein, að sökum breyttra
1 ífshátta verður að ætla sér beinan
tíma til uppeldis, sem áður kom að
miklu leyti af sjálfu sér sökum hinna
nánu tengsla fullorðinna og barna og
þátttöku í lífsbaráttu, sem var svo bein
og milliliðalaus, að allir, fullorðnir og
börn, skildu hana, tóku þátt í henni
og lærðu af henni. Þegar bezt lét og
þrátt fyrir lítinn beinan lærdóm uxu
upp með þessum hætti einstaklingar,
sem höfðu til að bera ósvikið mann-
gildi og sanngirni, ávöxt lifandi lífs-
skoðunar, sem var samtvinnuð, sprott-
in beint úr baráttu fólksins fyrir
lífinu og verðmætum þess. Nú eru
umbrotatímar bæði á íslandi og í
heiminum. Nýjar hugmyndir og nýir
lífshættir eru að mótast, ný heimsmynd
og lífsskoðun að skapast. Slíkt er í
sjálfu sér fagnaðarefni, en felur í sér
margan vanda. Einn er sá, að margar
gamlar aðferðir í lífsháttum duga ekki
lengur við breyttar aðstæður. Menn
verða að hugsa upp á nýtt og finna nýj-
ar leiðir. Eitt af því, sem menn verða
að gefa rækilega gaum er þetta: Frjáls-
ræði í uppeldi barna er ekki sama og
afskiptaleysi. Þvert á móti eru þetta
andstæður, sem aldrei geta farið sam-
an.
Jónas Pálsson.
Þrír góðglaðir herrar komu skálmandi á
brautarstöðina rétt í því að lestin var að
renna af stað. Þeir tóku nú til fótanna, svo
sem þeir máttu, og stefndu á aftasta vagninn.
Með hjálp farmiðasalans og burðarmannsins
tókst að ýta tveimur af þremur inn í vagninn
um leið og lestin hélt af stað, en sá þriðji
varð eftir, og nú stóð hann með ólundarsvip
á brautarpallinum og horfði i eftir lestinni.
„Það var leiðinlegt, að við skyldum ekki
koma þér lika,“ sagði farmiðasalinn með hlut-
tekningu við strandaglópinn.
,,Já,“ svaraði maðurinn. „Ég gæti trúað að
félögum mínum sýndist eithvað líkt. Þeir
voru sem sé bara að fylgja mér á brautar-
stöðina.”