Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 6
50
HEIMILI OG SKÓLI
heiftarlega á og valda stöðugum deil-
um. Hér er því til að svara, að það
sem mig langar til, verður að vera
sanngjarnt. Með því á ég ekki við, að
löngun minni sé stjórnað a£ skynsemi
rninni, sem einhverjum óviðkomandi
og sjálfstæðum aðila í persónuleika
mínum, heldur er löngun mín í sjálfu
sér sanngjörn og samhæfanleg löng-
unum annarra manna. Viljahugtakið
verður þá aðeins hin formlega túlkun
þessa samruna og felst í vitaðri ákvörð-
un eða ætlun. Þessi skilningur felur í
sér þá skoðun, að mannlegar tilfinn-
ingar séu í sjálfu sér vitsmunalegar,
þótt með nokkuð öðrum hætti sé en
hin „formala“ vitsmunastarfsemi rök-
hugsunar. Uppeldi fyrir mér er fólgið
í myndun sanngjarnra, mannúðlegra
tilfinninga, sem í heild mynda per-
sónuleika og manngildi einstaklings,
sem er heill og óskiptur. Ég get ekki
hér rökstutt þessa skoðun mína nánar,
en set hana hins vegar fram til að sýna,
að ég er eindregið fylgjandi því upp-
eldislega viðhorfi, að frjálsræði sé
hyrningarsteinn góðs uppeldis eins og
ég skil það hugtak.
En víkjum aftur að upphafi þessa
máls. Af framan sögðu mætti ef til vill
ætla, að ég teldi þær hugmyndir, sem
settar voru fram í upphafi um óhóf-
legt sjálfræði barna, tilefnislausar og
sprottnar af misskilningi. Svar mitt er
á þá leið, að frelsi og sjálfræði í upp-
eldi barns sé í sjálfu sér aldrei of mik-
ið, en engu að síður er ég um margt
sammála gagnrýni mann á uppeldis-
háttum samtíðarinnar eins og mér
virðast þeir koma fram hér á landi á
alláberandi hátt. í fyrsta lagi var kenn-
ingin um sjálfræði barnsins boðuð af
miklum krafti og einhliða í upphafi.
Það var eðlilegt og ef til vill nauðsyn-
legt, þar sem við var að etja rótgrónar
uppeldisvenjur byggðar á ytri aga og
hlýðni. Eins og oft vill verða, þegar
breytingar eiga sér stað, var sveiflazt
úr einum öfgunum í aðrar, eða öllu
heldur var þess ekki gætt að fram-
fylgja á réttan hátt hinum nýju boð-
orðum. Hugarfar uppalenda, uppeldi
þeirra sjálfra og aðstæður voru ekki í
samræmi við hin nýju viðhorf, gat ekki
lagt raunhæfan grundvöll að fram-
kvæmd nýrra hátta. Afleiðingin hefur
í mjög mörgum tilfellum orðið mis-
heppnað uppeldi, sem síðan er notað,
sem röksemd af hálfu þeirra, sem enn
eru í hjarta sínu fylgjandi hinum
gömlu og góðu siðaboðum hlýðni og
valdboðs, eða ekki geta tileinkað sér
neitt jákvætt í þeirra stað.
Hér á landi hefur svo bætzt við gjör-
bylting á nær öllum sviðum þjóðlífsins,
sem krystallast í mjög hröðum vexti
bæja og borga, þar sem uppeldisskil-
yrði eru gjörólík frá því, sem var í
sveitum landsins. „Ólík er túninu gat-
an og glerrúðan skjánum / glymjandi
strætisins frábrugðinn suðinu í ánum“.
Einkum bitnar breytingin hart á
drengjum, þeir geta ekki að nokkru
ráði fylgt föður sínum að verki. For-
eldrar í bæjunum eru og mjög margir
ofhlaðnir störfum, svo að lítill tími
verður afgangs til að dveljast með
börnunum. Þau eru mest á götunni ein
sér í hópum og þar vill oftast fara svo,
að sá ófyrirleitnasti og frekasti ræður
ferðinni, mótar andrúmsloft flokksins.
N ú er það megin staðreynd, að upp-
eldi er ekki einangrað fyrirbæri. Það
er óhjákvæmilega hluti daglegs lífs,