Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 40

Heimili og skóli - 01.08.1960, Blaðsíða 40
84 HEIMILI OG SKÓLI Frá Barnaskóla Flúsavíkur Barnaskólanum var slitið í Húsa- víkurkirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14, að viðstöddum fjölda aðstandenda. Mátti heita, að livert sæti í kirkjunni væri skipað, bæði uppi og niðri. Skóla- slitaathöfn þessi hafði sérstöðu að því leyti, að skólastjórinn, Sigurður Gunn- arsson, hafði ákveðið, vegna persónu- legra aðstæðna, að hverfa frá störfum í Húsavík og flytja til Reykjavíkur. Að lokinni skólaslitaræðu sinni flutti hann stutta kveðju- og þakkarræðu til nemenda, samstarfsmanna og vina, og bar fram óskir. Að máli hans loknu kvöddu sér hljóðs séra Friðrik A. Friðriksson, formaður fræðsluráðs, Jó- Iiannes Guðmundsson, kennari, og frú Þorgerður Þórðardóttir. Fóru þau öll einkar lilýjum viðurkenningarorðum um störf skólastjóra á undanförnum tveim áratugum, og árnuðu honum og fjölskyldu hans allra heilla. Jóhannes Guðmundsson færði honum ágæta gjöf, með áletruðum silfurskildi, frá verður vart á einhverju þessu sviði, gæti verið ástæða til að segja barninu að byrja ekki á skólanámi að svo stöddu, þótt það verði 7 ára á alman- aksárinu. Og oft er það, að börn eru einmitt vanþroska á fleira en einu sviði. Oft stendur þroski barnsins í nokk- urn veginn réttu hlutfalli við aldur þess. En þetta er þó langt frá því að vera regla, þar sem sannað er að börn þroskast misjafnlega hratt. Framhald. þeim kennurunum. Var það stór og fögur, innrömmuð mynd frá Húsavík. Að lokum flutti skólastjóri þakkarorð. Skólasýning var opnuð klukkan 16 sama dag og var opin í tvo daga. Sýn- ingin var fjölsótt. Nokkur atriði úr skólastarfinu. — Nemendur skólans voru í vetur 214. Barnaprófi luku 29. Heilsufar var ágætt. Ný kennslustofa fyrir tvær deildir var tekin í notkun snemma í október í heilsugæzlustöð skólahússins nýja. Var þá kennslu hætt á háalofti gamla hússins, en starfsemi þar hefur alltaf verið erfið og hættuleg. Skólinn eignaðist nýtt píanó á starfs- árinu, langþráðan og góðan grip. Frú Arnfríður Karlsdóttir sá um hreinlætis- og heilbrigðiseftirlit í skól- anum í vetur, eins og undanfarin ár. 19 börn nutu ljósbaða. Foreldradagur. Skólinn tók upp þá skemmtilegu nýbreytni að efna til svo- nefnds foreldradags, sem er algengt kynningarform erlendis milli skóla og heimila. Hann fer fram með þeim hætti, að öll kennsla er felld niður, en í stað þess er foreldrum boðið að koma í skólann til viðtals við kennara barna sinna. Foreldradagurinn, sem var 24. janúar, brást ekki þeim vonum, sem við hann voru tengdar. Aðsókn for- eldra mátti teljast ágæt allan daginn, og voru kennararnir uppteknir allan auglýstan tíma, og sumir miklu lengur.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.