Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Síða 14

Skinfaxi - 01.02.2023, Síða 14
14 S K I N FA X I UMFÍ tók við rekstri Skólabúðanna á Reykjum fyrir rétt rúmu ári. Þá var strax ráðist í umfangs- miklar endurbætur á öllu húsnæðinu með iðnaðarfólki á vegum sveitarfélagsins. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúðanna, segir að þótt mikið sé búið að gera í húsunum á einu ári þá hafi verið ákveðið að halda áfram með framkvæmdir í sumar. Nú er búið að skipta um alla glugga í heimavistinni, skipt um gólfefni á stórum hluta allra húsa, rúmum dýnum og innanstokksmunum. Unnið verður að framkvæm- dum áfram í vetur. „Við ætlum að gera enn betur og lagfæra meðal annars aðstöðuna fyrir kennara og aðra sem hingað koma,“ segir hann. Árlega heimsækja um 3.600 nemendur í 7. bekk af öllu landinu búð- irnar og dvelja þar frá mánudegi til fimmtudags. Í Skólabúðunum á Reykjum er unnið markvisst að því að efla félagsfærni nemenda og gefa þeim tækifæri til að finna styrkleika sína, vinna með þá og styrkja leiðtogafærni sína. Mikil endurnýjun á Reykjum Sigurður Guðmundsson og Ingimundur Oddsson bera saman borð og aðra muni. Ingimundur hóf störf í Skólabúðunum nú í vetur. Skólastjórnendur grunnskóla geta bókað dvöl fyrir skólahópa. Þeir geta haft samband við Sigurð í gegnum netfangið siggi@umfi.is. Hver skóli þarf að manna fararstjóra með hópnum. Æskilegt er að uppistaða fararstjórateymisins séu kennarar nemenda sem bókað er fyrir. Fararstjórar sjá um frívaktir og sinna nemendum í frítíma. Starfsfólk búðanna sjá um námskeið sem eru yfirleitt frá kl. 09:30 - 17:00 á daginn. Nemendahópar mæta kl. 11:00 á mánudegi og brottför er kl. 16:00 á fimmtudegi. Nánari upplýsingar má finna á umf.is

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.