Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2023, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.02.2023, Qupperneq 16
16 S K I N FA X I „Það var ekkert mál að vera eina konan í röðum framkvæmdastjóra sam- bandsaðila UMFÍ og ein fárra kvenna sem sátu sambandsráðsfundi og þing á vegum hreyfingarinnar. En starfið var frumstætt og gat verið erfitt, sérstaklega fyrir rúmlega tvítuga móður á Snæfellsnesi upp úr 1970.“ Magndís Alexandersdóttir lýsir með þeim hætti fyrstu skrefum sínum sem kona í stjórn Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu (HSH), framkvæmdastjóri sambandsins um tæplega tveggja ára skeið og stjórnarmaður í UMFÍ í áratug. Magndís tók sæti í stjórn HSH á héraðsþingi sambandsins í febrúar 1971. Hún tók þátt í ýmsum störfum stjórnar, var formaður þegar á þurfti að halda, ásamt því að taka að sér starf framkvæmdastjóra HSH fyrir Landsmótið á Akureyri 1981 og var fyrsta konan í sögu UMFÍ til að gera það. „Þegar ég hafði samband við framkvæmdastjóra UMFÍ og vildi leita upplýsinga hjá honum um hvað væri fram undan og hvað ég hefði tekið að mér lét hann mig vita að ég yrði að skila þessu starfi helmingi betur en nokkur karlmaður hefði gert til að fá það viðurkennt. Ég lét hann vita að ég treysti mér fullkomlega til þess og kvaddi hann þar með. Við urðum síðar hinir mestu mátar,“ segir hún, en síðar var hún kosin í stjórn UMFÍ. En hvernig byrjaði þetta allt saman? Magndís segir það hafa gerst í kringum 1970. Þá hafi komið upp hug- mynd um að hún tæki sæti í stjórn HSH. Það hafi líka verið ákveðinn léttir árið á undan. „Við hjónin urðum fyrir því að dóttir okkar lést aðeins fimm daga Ég er fædd inn í ungmennafélags- hreyfinguna Magndís Alexandersdóttir var fyrsta konan til að gegna starfi framkvæmdastjóra sambandsaðila UMFÍ. Hún stundaði íþróttir lítið en ákvað að sinna félagsmálum eftir að hún missti nýfædda dóttur sína Magndís fylgist enn vel með starfsemi HSH og fylgdist með á Landsmóti UMFÍ 50+ þegar það var haldið á Stykkishólmi um Jónsmessuna í ár. Hún hefur þó aldrei keppt á mótinu.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.