Skinfaxi - 01.02.2023, Page 23
S K I N FA X I 23
Íþróttahéruð
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður
UMFÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, hafa ásamt öðru st-
jórnarfólki í september og október fundað
með fulltrúum sambandsaðila um tillögur-
nar um allt land. Þau hafa ferðast víða og
fundað í fjölda bæjarfélaga, með öðrum
bæði á netfundum og í þjónustumiðstöð
UMFÍ. Miklar og góðar umræður hafa verið
um málið enda mikilvægt að samband-
saðilar kynni sér hugmyndirnar vel áður en
haldið er til þings.
Myndin hér til hliðar er frá kynningarfundi
með HSK og USVS.
Fjármögnun:
• Frá lottóúthlutun ÍSÍ
• Frá lottóúthlutun UMFÍ
• Frá stjórnvöldum
• Sama heildarfjármagn og óbreytt hlutföll ÍSÍ og UMFÍ en ný
úthlutunarregla
• 15% af úthlutun ÍSÍ og UMFÍ til íþróttahéraða fari til starfsstöðva
• 85% af úthlutun ÍSÍ og UMFÍ til íþróttahéraða fari til dreifingar
til íþróttahéraða skv. íbúafjölda 0–17 ára
Allar skerðingar í núverandi reglum ÍSÍ og UMFÍ falli niður
Hverju skilar þetta?
• Léttir álagi af sjálfboðaliðum
• Betra starfsumhverfi og aðgangur að meiri þekkingu
• Meira fjármagn og heildarvirði fyrir alla
• Hlutfallslega meira fjármagn á landsbyggðina
• Meira samstarf og fleiri samstarfsmöguleikar
• Kraftur til að takast á við núverandi og fyrirsjáanleg verkefni
• Samræmdri og einfaldri lottóúthlutun
Rætt við hreyfinguna