Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2023, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.02.2023, Qupperneq 34
34 S K I N FA X I „Eftir því sem börn og ungmenni æfa fleiri íþróttagreinar og oftar í viku eru minni líkur á að þau hætti í íþróttum,“ segir Peter O‘Donoghue, nýráðinn prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, en hann hóf þar störf í haust. Peter kafaði nýverið ofan í gögn Sportabler um íþróttaiðkun barna og ungmenna og skoðaði íþróttaiðkun frá því í febrúar 2021 og fram í febrúar á þessu ári. Stór hluti íþróttafélaga á Íslandi notar kerfi Sport- abler til að halda utan um íþróttaiðkendur. Einhver félög nota önnur kerfi og takmarkar það rannsóknina. Peter er heimsþekktur fyrir vinnu sína, rannsóknir og kennslu á sviði frammistöðugreiningar í íþróttum (e. sport performance analysis). Margir fyrrverandi nemenda hans hafa náð langt í íþróttaheiminum. Peter er menntaður í tölvunarfræðum en bætti síðar við sig íþrótta- fræðum. Gott að æfa margar greinar Peter kynnti nýverið könnun sína á íþróttaiðkun barna og ungmenna samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir í Sportabler. Mengið var rúm- lega 42 þúsund iðkendur í 45 íþróttagreinum, flestir fæddir á árunum 2003 til 2017. Sum þeirra stunduðu eina íþrótt en önnur fleiri. Eins og Peter lýsti könnuninni sjálfur lágu litlar upplýsingar fyrir um hvort skýra mætti brottfall úr íþróttum, það er hvort iðkendur hefðu hætt alfarið að æfa íþróttir eða farið að stunda aðrar greinar. „Við sjáum að það var aðeins 15% brottfall úr skipulögðu íþrótta- starfi á tímabilinu. Við óttuðumst að það væri miklu meira. En tiltölu- lega fáir hættu og margir skiptu um grein,“ segir hann og nefnir sem dæmi að iðkendur hættu í handbolta og fóru í fótbolta eða öfugt. Ekki er munur á milli kynja, að hans sögn. Peter segir gögnin gríðarlega umfangsmikil og gefa góðar vísbend- ingar um þróun íþróttastarfs. „Við sjáum að því fleiri íþróttagreinar sem börn og ungmenni æfa, þeim mun minni líkur eru á að þau hætti í íþróttum. Margir iðkendur eru í tveimur greinum og æfa oft. En við sjáum líka í tölunum að brott- fall eykst í hlutfalli við tíðni æfinga í hverri viku. Þar á ég við að eftir því sem iðkendur æfa sjaldnar í hverri viku eru meiri líkur á að þeir hætti æfingum,“ segir Peter og bendir á að fjórar æfingar í viku eða oftar dragi verulega úr líkum þess að iðkendur hætti íþróttaæfingum. Ekki er teljandi munur á kynjum, að sögn Peters. Þau gögn sem hann hefur skoðað benda til að algengara sé meðal drengja en stúlkna að æfa fleiri íþróttagreinar en eina. „Gögnin sýna líka að börn af íslensku bergi brotin æfa gjarnan tvær eða fleiri greinar. Það er meira en börn sem eiga foreldra frá Póllandi eða öðru landi. Við getum unnið með þá vitneskju,“ segir Peter. Forskot að fæðast fyrr á árinu Könnun Peters leiddi fleira í ljós. Sumt af því var vitað en annað ekki. Og sum atriði voru dregin betur fram í dagsljósið. Á meðal þessara atriða voru vangaveltur um það hvort máli skipti fyrir árangur í íþróttum hvenær iðkendur eru fæddir. Þetta er misjafnt eftir greinum, að sögn Peters. Eftir því sem börn æfa meira eru minni líkur á að þau hætti í íþróttum Fjöldi íþróttagreina og æfinga hefur áhrif á brottfall ungra iðkenda úr íþróttum. Nýráðinn prófessor í íþróttafræðum kafaði ofan í gögn Sportabler.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.