Skinfaxi - 01.02.2023, Page 39
S K I N FA X I 39
Kóngurinn í guðatölu
í Bandaríkjunum
Í Bandaríkjunum eru stórir hópar áhugafólks
um líf og íþróttir á tímum víkinga. Glíman er
órjúfanlegur þáttur af því og því nokkur eftir-
spurn eftir því að fá að læra fangbrögðin. Full-
trúar frá bandarísku félagasamtökunum Odin’s
Warrior Tribe höfðu samband við Reyni A.
Óskarsson, sérfræðing um bardagaaðferðir
víkinga, og varð úr að hópur íslenskra glímu-
kappa fór vestur um haf í boði samtakanna
til að kenna glímu í æfingabúðum í borginni
Martinsburg í Vestur-Virginíuríki í sumarlok.
Æfingabúðirnar stóðu yfir í fjóra daga og
voru grunnatriði glímu kennd.
Samtökin Odin’s Warrior Tribe samanstanda
af fyrrverandi og núverandi hermönnum sem
finna styrk í samverunni og hafa áhuga á flestu
sem tengist víkingum og lífi þeirra.
Einar segir hópinn fara alla leið í áhugamáli
sínu. Allur hópurinn sé ásatrúar, fólkið hafi reist
víkingaþorp og keypt víkingaskip sem var sér-
smíðað í Danmörku. Margir sem Einar hitti
höfðu lesið allar þýðingar sem hægt var að
komast yfir af Íslendingasögunum og Háva-
málum.
Féllu í stafi yfir titlinum
Einar segir víkingaaðdáendur ytra hafa fallið í
stafi yfir titli hans sem glímukóngs og viljað
allt fyrir hann gera.
„Fólk leit svo upp til mín að ég mátti ekki
gerast svo djarfur að taka upp veski á veitinga-
stöðum. Mér var hampað í hástert. Ég hef ver-
ið í stjórn Glímusambandsins í nokkur ár en ég
hef aldrei séð önnur eins viðbrögð við neinu
útbreiðslustarfi hjá okkur. Þetta er fyrsta skipt-
ið sem ég sé virkilega góða von fyrir okkur,“
segir Einar, sem vonar að vinsældir íslensku
glímunnar í Bandaríkjunum og mögulega
víðar skili sér í því að glíman verði vinsæl hér
á landi á nýjan leik.