Læknaneminn - 01.03.1956, Blaðsíða 6
6
LÆKNANEMINN
hætta á að capillerur springi eða
étist í sundur og afleiðingin verð-
ur blæðing inn í alveoli eða lungna-
pípur.
Venjulegast er blóðmagnið, sem
upp kemur, lítið, aðeins rákir eða
tref jar í morgunhrákanum, og þarf
því ekki að hafa alvarlegar afleið-
ingar í för með sér, þó að einstöku
sinnum geti fylgt á eftir önnur og
alvarlegri, jafnvel banvæn blæð-
ing.
Einkum í gömlum, krónískum
berklum, geta arteríuveggir orðið
þunnir og veikbyggðir. Geta mynd-
azt í þunnvegja útbunganir (ane-
urysma), sem hæglega geta
sprungið, og afleiðingin orðið al-
varleg blæðing.
Venjulegast nemur einstök hem-
optysis ekki nema 30—60 cc. í
einu, en geta numið allt að 300
cc. og verið banvæn. Sjúkl. getur
beinlínis kafnað í blóði sínu. Stund-
um kemur slík hemoptysis eftir
mikla áreynslu, en það þarf ekki
til, því að svo virðist sem mjög
alvarleg blæðing geti komið, án að
kalla nokkurra undanfarandi ein-
kenna. Banvæn blæðing frá lung-
um mun þó vera mjög sjaldgæf.
Því hefur verið veitt athygli hjá
einstaka konum með lungnaberkla,
að samband virðist geta verið milli
tíða (menstruation) og þess, að
bær fá hemoptysis. Þannig eru til
konur, sem fá hemoptysis mán-
aðarlega, þegar þær hafa á klarð-
um.
Blæðingin stöðvast þannig, (sé
hún ekki svo mikil, að ríði sjúkl.
að fullu), að blóðstorka lokar æð-
inni og stöðvar blæðinguna. Næstu
daga á eftir getur sjúkl. kastað
upp dökkleitum blóðlifrum, sem
stundum eru eins og afsteypur af
lungnapípunum. Þannig getur
blæðingin stöðvazt, en eftir einni
blæðingu geta fylgt fleiri, með
nokkurra klst., sólarhrings, viku
eða lengra millibili.
Alvarleg hemoptysis getur kom.
ið í gusum upp og fyllt munn sj.,
án þess, að hann hafi haft nokk-
ur einkenni áður. Sjúkl. getur þá
gleypt blóð, sem hann ýmist kast-
ar upp aftur eða gengur niður af
honum. Hefur þetta mikla þýð-
ingu við greiningu á hemoptysis
og verður vikið að því síðar.
Bronchiectasis er lungnasjúk-
dómur, sem er algeng orsök hem-
optysis. Við þennan sjúkdóm verð-
ur lokal eða general útvíkkun á
lungnapípum, þannig myndast líkt
og pokar út frá þeim. Orsakast
þetta af krónískum bólgubreyting-
um í veggjum lungnapípanna.
Hemoptysis er talin koma fram
í 50% tilfella, og er talin stafa
frá slímhúðinni, sem þekur útvíkk-
anirnar í bronchunum, en hún er
afar blóðrík.
Þá getur hemoptysis einnig kom.
ið við það, að æðar, sem liggja
út í áðurnefnda poka út frá
lungnapípunum, rifna.
Hemoptysis er ven julega lítil, en
getur í einstaka tilfelli orðið al-
varleg. I nokkrum tilfellum getur
hemoptysis orðið vart með löngu
millibili, árum saman, án nokkurra
annara grunsamlegra einkenna um
sjúkdóminn.
Abscess. Hér verður hemoptysis
við það, að abscessinn ertir og eyði-
leggur nærliggjandi æðar. Þær
rifna og afleiðingin verður blóð-
ugur uppgangur. Blóðið, sem upp
kemur, getur verið mjög rnikið,
jafnvel banvæn blæðing átt sér
stað.
Lungnabólga. Við pneumoeocca
lugnabólgu er hrákinn ryðlitaður,
sem stafar af ummynduðu hemo-
globini, svo að um eiginlega hem-
optysis er ekki að ræða. Hins veg-
ar við Friedlánder’s lungnabólgu,