Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 7
LÆKN ANEMINN 7 Elektro-gastrogram (Egg) í samræmi við elektrokardiogram eða línurit af hjarta er tekið, þegar um ýmis konar magasjúkdóma er að ræða, sérlega þó við æxli í maga, og má þá sjá breytingar í Egg. Einasti staðurinn í Bandaríkjun- um, þar sem ég sá þessa rannsókn- araðferð notaða, var Presbyterian Hospital í New York, og er hún enn á tilraunastigi, og var ekki tekin í reglulega notkun á lyflækn- isdeildinni þar. Er ástæða til að fylgjast með, hvað skeði í þessu efni, ef þar kæmi einhver hjálp til að greina byrjandi æxli í maga fyrr en verið hefur. Sjúkdómar í briskirtlinum. Sterkju-þolspróf8) við langvinn- an pancreatitis grundvallast á ,,amylolytisk“ verkun briskirtilsaf- ans í innýflunum. Sterkja (150 g) er gefin uppleyst í vatni (200-300 ml.) og gjört sykurþolspróf í þrjá klukkutíma bæði fyrir og eftir sterkjugjöfina. Útkoman er gefin upp sem mismunur í procentum milli beggja prófanna, t. d.: Sykurþolspróf hæsti blóðsykur: 230 mg% fastandi blóðsykur: 142 mg% 88 Sterkjuþolspróf hæsti blóðsykur: ..... 144 mg% fastandi blóðsykur: 126 mg % 18 Mismunur 70. Hækkunin í procentum er því 388%, sem fæst með því að deila mismun á sterkjuprófstölunum í tölumismun beggja prófanna. Tölur innan eðlilegra takmarka eru: u- 54 til + 51%. 70 %—100% gefa grun um hækkun, en yfir 100% ákveðin hækkun og tákn um pancreatitis9). í sambandi við sjúkdóma í bris- kirtlinum vil ég geta þess, að fund- izt hefir, að morfíngjöf hækkar ,,Serum-amylase“ og/eða ,,-lipase“ upp í það, sem fundizt getur við pancreatitis acuta, og helzt dálítil hækkun á þessum enzymum 24— 48 klst. eftir morfín-innspýtingu. Heimildarit. 1. Friedberg, C. K.: Diseases of the Heart, Saunders, 1956. 2. Denny, J. L., We Auley C. B. et al.: J. A. M. A., 161, 614, 1956. 3. La Due, J. S., Wroblewski, F. Circulation, 11, 871, 1955 frá Year- book of Medicine 1956—’57. 4. Adelstein, S. J., Coombs, T. I. og Vallee, B. L. NeW Engiand M. J., 255, 105, 1956. 5. Wasker, E. C. Ulmer, D. D. og Vallee, B. L., New England M. J., 255, 450, 1956. 6. Manso, C et al. Proc. Soc. Exper. Biol. x Med.., 93, 84, 1956 frá Mod- ern Medicine, febr. 1957. 7. Hitchcock, C. R., Sullivan, W. A., og Wagensteen, O. H. Current Medi- cal Digest, 23, 80, 1956. 8. Althausen, T. L. og Ugeyama, L., Ann. Int. Med., 41, 563, 1954. 9. Wollenweber, H. L. Current Medical Digest, 23, 53, 1956.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.