Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN
19
rekte Coombs’ próf jákvætt, en
indirekte neikvætt.
I sumum tilfellum, „symptoma-
tiskra“ hæmolytiskra anæmia
(Hodgkin, leucæmia, lupus, ery-
thematosus diss., cancer með meta.
stösum, dermoid cystur, lifrarsjúk-
dómar) er Coombs’ próf jákvætt,
en hins vegar neikvætt við sickle-
cell anæmia, paroxysmal noctur-
nal hæmoglobinuria og við hæmo-
lysis vegna kemiskra og fysiskra
áhrifa.
Skekkjuvaldar.
Þess ber að gæta, að Coombs’
próf er alls ekki fullkomlega örugg
rannsóknaraðferð, fremur en aðr-
ar seroreaktionir. Ekki er víst, að
allir fái sambæiilegar niðurstöður,
vegna þess að Coombs’ serum má
vinna á nokkuð mismunandi máta
og fara misjafnlega með. Aðferðin
við vinnsluna er í sjálfri sér svo
ónákvæm, að um fyllilega sam-
bærilegt magn eða gæði mótefn-
isins getur ekki verið að ræða í
öllum prófunum, jafnvel ekki í
sömu rannsóknarstofu.
Ástæða er til að minna á að
merkja glösin nákvæmlega og
forðast að rugla blóði. Jafn ein-
faldir hlutir vilja stundum gleym-
ast, en eru langhættulegasta og
sízt afsakanlega orsök mistaka,
svo sem rangra blóðflokkana og
bess háttar.
Gæta verður þess, að þvo blóð-
kornin vel og nota hrein glös við
rannsóknina. Minnsti vottur af
serum í þeim getur valdið nei-
kvæðri svörun.
Blóð, sem prófa skal, á að geyma
sem stytzt og þá á köldum stað.
Annars geta blóðkornin orðið pan-
agglutinabel (gerlagróður o. fl.).
Prozonefyrirbæri vegna óheppi-
legra hlutfalla antigens og mót-
efnis geta truflað prófið.
Gæta verður þess, að ekkert af
hlaupvef naflastrengsins (Whar-
ton’s hlaupi) lendi saman við blóð-
ið, því að það getur valdið agglu-
tination og rangri jákvæðri svörun.
Jákvætt Coombs’ próf eitt sér
er því ekki nægilegt til þess að
greina megi Rh-sensitisation eða
aðra sjúkdóma, er fyrr voru tald-
ir, með fullri vissu. Aðrar rann-
sóknir og klinisk einkenni verður
einnig að vega og meta hverju
sinni.
Guðmundur Péturson
stud. med.
Heimildarrit:
1. Robert L. Wall: Practical Blood
Grouping Methods. Charles C. Thom-
as Publisher, Springfield, U.S.A. 1952.
2. T. R. Harrison et. al.: Principles of
Internal Medicine. Second edition,
1954. The Blakiston Company. Inc.,
New York.
3. The Yearbook of Pathology and Cli-
nical Pathology 1954—1955. Edited
by W. B. Wartman. The Year Book
Publisher. Inc. 200 EAST Ulinois
Street, Chicago II.