Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 8
8 LÆKNANEMINN Frá tannlæknadeildinni: CARIES PROPHYLAXIS eftir prófessor Jón Sigtryggsson. Caries dentium eða tannskemmd- irnar munu vera einn algengasti civilizations sjúkdómur vorra tíma. Útbreiðsla hans er svo geigvænleg, að öll viðleitni manna til þess að stemma stigu hans með fjölgun tannlækna og auknum tannvið- gerðum hefir reynzt ónóg. Því til sönnunar skal greint frá athug- unum, sem gerðar voru á Norð- urlöndum. Þar sem flestir voru tannlækn- ar, var einn tannlæknir fyrirhverja 1800 íbúa, en þrátt fyrir það var ekki unnt að vinna nema út hluta þeirra tannviðgerða, sem þörf var á. Það er því nokkuð langt síðan mönnum var það ljóst, að það var hverju þjóðfélagi ofviða fjárhags- lega að fjölga svo tannlæknum, að hægt væri að sjá öllum fyrir að- gerðum þegar í stað, og að leita varð einhverra ráða til þess að verjast þessum vandræðum. Til þess að geta varizt einhverjum sjúkdómi, er nauðsynlegt að þekkja orsakir hans. Á síðustu áratugum hafa tann- skemmdirnar verið rannsakaðar mjög, og orsakir þeirra, ýmsar, leiddar í ljós, en þó er margt enn- þá óráðið. Flestir vísindamenn á þessum vettvangi eru þeirrar skoð- unar, að tannskemmdirnar byrji þannig, að bakteríur í munni vinni sýrur úr kolvetnum fæðunnar, sem setjast á yfirborð tannanna, og sýra þessi leysi síðan upp gler- unginn. Bakteríurnar geta mynd- að sýru mjög ört, og 5 mínútum eftir sykurneyzlu getur sýrumynd- unin hafizt og á 1—2 tímum náð þeim styrk, er nægi til þess að leysa upp glerung tannanna. Af þessu má ráða, að erfitt muni vera að ráða bót á þessu, en ýmislegt hefir þó verið reynt með allgóðum árangri. Tvær leiðir hafa þar öðrum fremur reynzt vænleg- ar. Annars vegar er að auka svo viðnám tannanna, að sýrur, sem myndast á yfirborði þeirra, vinni ekki á glerungnum, hins vegar að minnka sýrumyndun á tönnum, annað hvort með fæðuvali, hafna sumum tegundum kolvetna, eða eyða bakeríum þeim og enzymum, sem súrnun valda. Auka má við- nám tannanna gegn sýrum, með því að gæta þess, að ávallt sé nóg af öllum þeim efnum, sem að kölk- uninni stuðla, allan þann tíma, sem tennurnar eru að þroskast, svo ytra borð þeirra verði sem harð- ast og þéttast. Þá er og reynsla fengin fyrir því, að með því að bæta fluor í fæðuna. má auka við- nám þeirra fyrir sýrum. Kölkun barnstanna hefst á fjórða mánuði meðgöngutímans, og er lokið er barnið er ársgam- alt. Kölkun fullorðinstanna hefst við fæðingu og lýkur um 7—8 ára aldur, að endajöxlum þó undan- teknum, en kölkun þeirra lýkur 12 —14 ára. Allan þennan tíma, það er að segja síðari helming með- göngutímans, og þar til barnið er 6—8 ára, ber því að gæta þess að fæðan, fyrst móðurinnar og síð- an barnsins, er það fer að njóta

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.