Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 21
LÆKN AN EMINN 21 denta og ekki horfur á upprisu í bráð, svo að einhver dæmi séu nefnd. Og sjálf pólitísku félögin eru svo til steindauð allan ársins hring að undanskildum einum mánuði, þegar kosningar til stú- dentaráðs fara fram. Þá leikur skólinn á reiðiskjálfi undan póli- tískum sviptibyljum, fjöldi áróð- ursblaða er gefinn út og sægur manna fer á sálnaveiðar. Æsing- arnar væru ekki meiri, þó að sálu- hjálp allra háskólastúdenta um tíma og eilífð væri undir því kom- in, hver úrslit kosninganna yrðu. Framboðsfundur er haldinn í há- tíðasal háskólans. Fráfarandi stjórn stúdentaráðs gefur skýrslu um afrek sín, sem jafnan verða furðu drjúg. Síðan hefjast umræð- ur, ekki málþing, sem hver Jón .Tónsson úti í sal getur tekið þátt í, ef honum býður svo við að horfa, nei, hér fá aðeins pólitísk- ir forustusauðir að stíga í pontu til að svívirða hver annan og lofa eigið ágæti. Væri ekki viðkunnan- 'egra. ef hinir fengju líka að láta ljós sitt skína,þótt fundurinn kynni þá að lengjast eitthvað? Svo renn- ur dómsdagur upp og ég þarf ekki að lýsa bifreiðastöðvum og skrif- stofum. sem rísa upp á þeim drott- ins degi. En betta er gleðilegur dagur fyrir alla. Þegar talningu lýkur. verður ljóst. að allir hafa unnið meira og minna glæsilega sigra, sem minnzt er í ýmsum samkomuhúsum bæjarins. Glaður og ánægður dansar ,,pöpullinn“ fram á nótt og síðan liggja fé- löain í dvala til næsta hausts. Það mætti ætla, að verkefni stú- dentaráðs væru stórpólitísk og á- "veiníngur mikill, fvrst menn eru knsnir til þess, eftir því hverja pólitíska skoðun beir aðhyllast, og með bessu líka bra.uki og bramli. Reyndin er þó allt önnur. Hlut- verk stúdentaráðs er og á að vera það eitt, að vinna að hagsmuna- málum stúdenta og sjá um fram- gang þeirra. Og sannleikurinn er líka sá, að lítill sem enginn ágrein- ingur er um þessi mál milli félag- anna. Þá vaknar sú spurning, hvort val stúdentaráðsmanna sé ekki ut- an við starfssvið pólitísku félag- anna. Eru ekki einhverjir aðrir heppilegri til að velja fulltrúa stú- denta Mundi ópólitískt stúdenta- ráð ekki geta leyst störf ráðsins eins vel og jafnvel betur af hendi? Ég held, að framgangur hags- munamála stúdenta mundi ekki bíða neitt tjón við það, að með- limir stúdentaráðs væru losaðir undir flokkaokinu. Fáir munu halda því fram í einlægni, að nú- verandi fyrirkomulag sé það bezta, sem völ er á. Það er einmitt þetta fyrirkomulag, sem á mesta sök á sundrung stúdenta og samtaka- leysi á nálega öllum sviðum. Það þarf að taka upp nýja skip- an á vali stúdentaráðs. Æskilegast væri, að það væri skipað fulltrú- um hinna ýmsu deilda og þeir valdir af viðkomandi deildarfélög- um. Ef þetta yrði gert, mundi hið pólitíska moldarflag liðinna ára gróa með tímanum og heilbrigður gróður ná að þroskast og dafna. Nú kann einhver að spyrja: Hvað er maðurinn að fara? Ætl- ast hann til, að pólitísku félögin verði lögð niður? Fjarri fer því. Stúdentar eru pólitískir menn. Það er eðlilegt og s.jálfsagt. Sem þegn- um lýðræðisþjóðfélags ber okkur að kynna okkur helztu stjórnmála- stefnur, sem uppi eru hverju sinni og taka afstöðu til þeirra. Það er skylda okkar að mynda okkur skoðanir um átök og atburði hér heima og erlendis. Það er því ekk- ert eðlilegra en að þeir stúdent- ar sem aðhyllast sömu stjórn-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.