Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 34
LÆKNANEMINN SJ, Skákþátturinn. Þann 11. júlí næstkomandi hefst hér í Reykjavík 4. alþjóða skákmót stú- denta. Gert er ráð fyrir að um 20 þjóð- ir sendi sveitir til keppninnar, en sem kunnugt er, verður keppt í fjögurra manna sveitum. Trúlegt er þvi, að um 80 erlendir skákmenn verði hér á ferð í sumar, og er það lang-stærsti skák- mannahópurinn, sem heimsótt hefur okkur og væntanlega sá lang-sterkasti líka. Geta má þess, að á Norðurlanda- skákmótinu, sem haldið var hér fyrir nokkrum árum, voru 15 erlendir skák- menn, og er það fjölmennasti skák- mannahópurinn, sem hingað hefur kom- ið til þessa. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur stúdenta, að það skuli vera við, sem stöndum fyrir þessum merka viðburði i sögu skákíþróttarinnar hér- lendis. Enginn vafi er á því, að mót þetta mun vekja athygli víða um heim, og því jafnframt verða mikil landkynning og vonandi verður sú landkynning landi og þjóð til sóma. Um úrslit mótsins er bezt að spá sem minnstu, þó að Iíklegt sé að austan- menn verði þar efstir á blaði, og þá einkum Rússar, sem meðal annarra frægra skákmanna senda þá stórmeist- arna og Spassky og Korstno. ara, stúdenta, kandídata og aðstand- endur þeirra. Háskólarektor mundi setja athöfnina, en deildarforsetar afhenda kandídötum sínum prófskírteini þeirra og kveðja þá með nokkrum orðum, en einn kandídat úr hverjum hóp segði nokkur orð fyrir hönd félaga sinna. Tónlist mætti flétta inn í athöfnina á viðeigandi hátt. Til að setja svip á hátíðina gæti hver deild haft sérstakar skikkjur, sem kandí- datar klæddust við þetta tækifæri. Gætu laganemar klæðst þeim skikkjum, er þeir ganga nú í undir próf og lækna- kandídatar í hvítum sloppum eða skikkj- um. Að lokinni athöfn á sal, ynnu lækna- nemar síðan læknaeiðinn í viðurvist lærifeðra sinna, eins og tíðkazt hefur undanfarið. Eins gætu laganemar hald- ið þeim sið, er hjá þeim tiðkast, o. s. frv. Hvernig kvöldinu væri varið, yrði sennilega einkamál hverrar deildar og árgangs, og má ræða það á öðrum vettvangi síðar. Tveir Iæknanemar. Fyrr í vetur var rætt um þetta mót hér í skákþættinum. Var þá meðal annars gizkað á hverjir myndu vera í íslenzku sveitinni. Ennþá er ekki ráð- ið, hverjir þar verða og ástæðulaust að bollaleggja meira urn það hér í þættinum núna. Sá skákmeistarinn, sem talinn er einna sterkastur af erlendu skákmeist- urunum, er hingað koma, er eflaust Rússinn Spassky. Skákstíll hans er ákaf- lega skemmtilegur, léttur og fjölbreytt- ur, og þó er hægt að segja, að árásar- stíllinn sé honum eiginlegastur, og hef- ur hann unnið marga skákina með leiftursóknum, sem riðið hafa andstæð- ingnum að fullu. Þegar maður ræðir um sóknarstíl í skáklistinni, kemst maður vart hjá þvi að verða hugsað til þess manns, er bezt og snjallast allra skákmanna hefur tileinkað sér þennan skákstil, en það er fyrrverandi heimsmeistari í skák Dr. Alekhine. Nú í vetur var haldið geysimikið skákmót erlendis til minn- ingar um þennna látna skáksnilling. Er ekki úr vegi að birta hér eina af skákum þessa manns hér nú, og hef ég valið eina af frægustu skákum hans, þótt hún sé engan veginn sú bezta, er hann tefldi. Hún er einkum fræg fyrir það, að í henni beitir hann í fyrsta skipti nýrri byrjun, er við hann er kennd. Byrjunin er að vísu frönsk í byrjun, en í 6. leik leikur hvítur peði á h4, og er sá leikur nefndur Alekhine árásin. 1 18. leik gerir hvítur út um skákina með fallegri fórn. Verður ekki nánar farið út i skákina hér, en hún birt athugasemdalaust. Ættu menn að athuga vel byrjunina, en hún er lítið tefld nú orðið, og sést varla á stórmót- um meir. Skákin var tefld í Mannheim 1914. Alekhine hefur hvítt, en F. Ahrni svart. Hvítt: — Svart: 13. Hel — Kd8 1. e4 — e6 14. Hh6 — e5 2. d4 — d5 15. Dh4 — Rb-d7 3. Rc3 — Rf6 16. Bd3 — e4 4. Bg5 — Be7 17. Dg3 — Df7 5. e5 — Rf—d7 18. BXe4! - dXe4 6. h4! ? — BXB 19. RXe4 - -Hg8 7. h4XB - DXh5 20. Da3 — Dg7 8. Rh3 — De7 21. Rd6! — - Rb6 9. Rf4 — Rf8 22. Re8 — Df7 10. Dg4 — f5 23. Dd6t - - Dd7 11. eXf, f.h.-gXf 24. DXf6t - gefið. 12. 0-0-0 — c6 G. S.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.