Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 6
6 LÆKNANEMINN upp of mikið magn af joði og með- ferðin tekur of langan tíma. Einn- ig er efni þetta notað postopera- tivt, eftir að cancer gland. thyroi- deae hefur verið tekinn burtu. Meðferð þessi hefur einnig verið notuð við hjartasjúklinga með svæsna angina pectoris, sem ekki hefur látið undan neinni annarri meðferð. Birti ég skýrslu, sem mér var sýnd á „The Thyroid Clinic“, Massachusetts General Hospital, Boston. Eru það 463 sjúklingar frá 49 spítölum í Bandaríkjunum. Þjáðust þeir allir af hjartabilun með svæsn- um (,,intractible“) angina pectoris köstum, og var þeim öllum gefin radioaktiv joð-meðferð: ágætur árangur ... 27% góður árangur .. 41% óbreytt ástand 32% Meðal 50 sjúklinga með Cor pul- monale sökum ,,primær“ hyperten- sion í lungnahringrásinni, asthma og annarra orsaka, fékk helming- ur bata við þessa meðferð. Meðferðin er í því fólgin, að efnaskipti sjúklingsins eru lækkuð með radioaktivu joði það mikið, að hann fær öll einkenni um hypo- thyroidismus, og þarf þá síðar að gefa Tabl. gland. thyroideae til að halda sjúklingnum í neðri röndinni á takmörkum hinna eðlilegu efna- skiptamælinga. Væri óskandi, að Landsspítalan- um auðnaðist að afla sér útbún- aðar til þessara rannsókna og með- ferðar áður en langt um liði, enda er nú 10—15 ára reynsla fengin á þeim stofnunum, sem fyrst tóku rannsóknir þessar í notkun. II. Meltingarsjókdómar. Aukið histaminpróf. Gefið er „antihistamin", t. d. mepyramine 400 mg. pro. inj. og i/2 klst. síðar histamin 0,4 mg pr. 1Ö kg. Magainnihald er síðan tekið upp 15 mín. og 45 mín. eftir hista- mingjöfina. Fær fólk þá engin ó- þægindi eftir svo stóran histamin- skammt, og hjá 5% af „histamin- refraktær“ fólki finnst frí sýra með þessari aðferð.7) „Slöngulaus“ magarannsókn. Við þessa rannsókn eru notuð margs konar „cation exchange re- sin“ með chinin-jónum. Gefið sem töflur, og þegar frí sýra er í mag- anum, losna chinin-jónirnar og skiljast út með þvagi, og má finna þær þar á ýmsan hátt, eftir því hvaða lyfjasamband er notað. Á lyfjadeild Landsspítalans er sem stendur notað svokallað Dia- gnex-próf (Chinin Carborylic Re- sin). Prófið er framkvæmt þannig, að sjúklingi, sem er fastandi að morgni, eru gefnar tvær töflur, sem innihalda coffein til að örva sýruframleiðslu magans. — Ganga þarf eftir, að kastað sé þvagi, áð- ur en prófið hefst, og er því þvagi hent. Síðan er sjúkl. beðinn að kasta þvagi einni kl.stund eftir inntöku coffeintaflanna og það þvagsýni merkt I og geymt til samanburðar við þvagsýni II. Þá er gefið „granulat", sem inni- heldur „resinið“, og sjúklingurinn látinn kasta þvagi tveim kl.tímum síðar (þvagsýni II), og litast þá þvagið blátt af því ,,azur“-sam- bandi, sem resinið inniheldur, sé um fría magasýru að ræða. Þvagið getur haldizt blátt eða grænleitt allt upp í nokkra daga, en slíkt er talið meinlaust. Nýrnasjúkdómar, meltingar- sjúkdómar stenosis pylori og lifr- arsjúkdómar valda ónákvæmni í útkomunni.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.