Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN Rabb um félagslíf í Háskóla íslands. Eitt af því, sem veldur nýstú- dentum hvað mestri undrun og vonbrigðum, er þeir hef ja nám við Háskóla Islands, er hin mikla deyfð og áhugaleysi, sem einkennir fé- lagslíf háskólastúdenta. Þeir reka sig á það, að félagslíf almennt stendur langt að baki því, sem á sér stað 1 menntaskólunum. Þetta er staðreynd, sem flestir viður- kenna. En hvað er það þá, sem veld- ur því, að háskólastúdentar eru í heild svo sundraðir og samtaka- máttlaus hópur, sem raun ber vitni, hópur, sem fljótt á litið virðist eiga fátt annað sameiginlegt en að sækja kennslustundir hjá sömu kennslustofnun ? Hér á eftir mun reynt að leiða að þessu nokkrar getur. Það skal tekið fram nú þegar, að hér í greininni er alls staðar átt við sameiginlegt félagslíf stú- denta. Mörg félög innan skólans starfa vel og á ég þar við deild- arfélögin og hin tvö kristilegu fé- lög, en starfssviði allra þessara fé- laga eru eðlilega settar skorður. Skal nú vikið að öðrum ,,lifandi“ félögum meðal stúdenta. Taflfé- lag er starfandi, en mætti gjarna láta meira að sér kveða, t. d. með því að gangast fyrir mótum innan skólans og fjöltefli. Ætti það að vera auðvelt, slíku úrvali sem skól- inn hefur á að skipa góðra skák- manna. Þá er í skólanum félag, er nefnir sig Stúdentafélag háskólans. Sér það um Rússagildi ár hvert, en um aðra starfsemi er ókunnugt. Virðist leynd mikil hvíla yfir fé- lagi þessu. Raunverulegir meðlim- ir eru, að því er ætla má, fáir útvaldir og aðalfundir hafa tíð- um farið mjög laumulega fram. Er sennilega óttazt, að of marg- ir reyni að komast í stjórn fé- lagsins, en hún er sögð njóta ó- nefndra fríðinda löngu eftir að hlutverki hennar er lokið. Skemmtifélag Garðbúa gengst fyrir Garðböllum. Hafa þau það helzt til síns ágætis, að þar er vín selt við fremur vægu verði og öl- teiti gífurleg. Eru þar að mestu upptaldir kostir þeirra. Ég held að gera mætti Garðböllin mun skemmtilegri án mikillar fyrir- hafnar, gefa þeim þann blæ stemningar og stúdentsanda, er þau skortir svo tilfinnanlega. Ekki þyrfti annað til að gefa þeim skemmtilegri og menningarlegri svip en að einhver góður maður væri fenginn til að stjórna almenn- um söng, svo að maður minnist nú ekki á, að séð væri fyrir nokkr- um skemmtiatriðum. Garðböll eru ekki svo oft á vetri hverjum, að ekki mætti vanda ofurlítið til þeirra. Gæti Skemmtifélag Garð- búa tekið samkomur Stúdentafé- lags Reykjavíkur sér til fyrir- myndar. Þá er röðin komin að þeim félögum, sem ráða lögum og lof- um í félagslífi stúdenta, pólitísku félögunum. Það eru þau, sem velja menn í stúdentaráð. Hvernig hafa þau rækt sitt forustuhlutverk ? Hefur félagslífið blómgast undir stjórn hinna pólitísku stúdenta- ráða? Hefur samhugur og eining aukizt meðal háskólastúdenta ? Nei og aftur nei. I félagslífin hefur verið kyrkingur undanfarin ár. Leikfélag stúdenta er dautt og sömuleiðis Karlakór háskólastú-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.