Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 18
18 LÆKNANEMINN er, að hafi sensitiserazt. Þar á að verða agglutination, ef allt er með felldu með Coombs’ serum það, sem notað er. Við indirekte Coombs’ próf er serum það, sem prófa á, incuberað með normal blóðkornum, sem öll eru af 0-flokki, en mismunandi Rh- typum, t. d. CDe korn í 1. glasi, cDE í 2. glasi og cde (Rh-negatív) í 3. glasi. 1. Þessi blóðkorn eru þvegin einu sinni í saltvatni og 0,1 ml. af 5% suspension sett í hvert glas. 2. Bætt er út í 0,2 ml. af serum því, er prófa skal. 3. Haft í vatnsbaði við 37°C í 30 mín. 4. Blóðkornin í hverju glasi eru þvegin þrisvar í saltvatni og síðan farið að eins og við di- rekte Coombs’ próf, þ. e. próf- að, hvort anti-human-globulin serum veldur agglutination í einu eða fleiri glösum. Verði nú agglutination í 1. glasi, en ekki í hinum, má ætla að mót- efni gegn Rh-antigeninu C hafi verið í serum því, er prófað var. Verði agglutination i öllum glös- um, er sennilega um nonspecific mótefni með tilliti til Rh-blóð- flokka að ræða. Þannig má komast að því, fyrir hvaða factor sensi- tisation hefur orðið við transfu- sionsreaktionir. Notkun og gildi Coombs’ prófs: Segja má, að Coombs’ próf hafi fyrst og fremst gildi við rannsókn á blóði ungbarna, sem grunuð eru um erythroblastosis foetalis. Sé um meðfæddahæmolytiska anæmiu að ræða, er stafar af blóðflokka- misræmi móður og barns (lang- oftast Rh, en einstaka sinnum þó bundið við A-B-0 flokkana) eru direkte og indirekte Coombs’ próf jákvæð í blóði barnsins. Með in- direkte Coombs’ prófi má einnig leita að ófullkomnum mótefnum hjá gravid konum. Ekki er þó hægt að mæla þau kvantitativt (titrera) með þessari aðferð, en nota má aðrar aðferðir til þess (titreringu í albuminupplausn, blocking test og trypsin modified red cell test), sem of langt mál yrði að rekja hér. Þá má sýna fram á isoimmuni- sation eftir blóðgjafir með direkte Coombs’ prófi og finna, hvaða hæmagglutinogen á þar sökina með indirekte Coombs’ prófi. Áður var talið, að greina mætti milli icterus hæmolyticus congenit- us (herediter spherocytosis) og anæmia hæmolytica aquisita idio- pathica með Coombs’ prófi, sem átti að vera alltaf neikvætt við fyrrnefndan sjúkdóm, en jákvætt við hinn síðast talda. Síðar hefur þó komið í ljós, að þetta er ekki algilt. Fundizt hafa tilfelli af arf- genga forminu með jákvæðu Coombs’ prófi (a.m.k. um skeið), þótt hitt sé miklu algengara, að það sé neikvætt. Ennfremur hafa fundizt nokkur tilfelli af aquisit hæmolytiskri anæmi, þar sem Coombs’ próf var neikvætt. Talið hefur verði, að mótefnin í þess- um sjúkdómi (autoantibodies) væru nonspecific, þ. e. gæfu svör- un við indirekte Coombs’ próf með blóðkornum af öllum flokkum, en nýjustu rannsóknir benda til þess, að svo sé ekki í öllum tilfellum. Hafa fundizt slík mótefni, er voru specific fyrir einhverjum Rh-fac- tor, án þess að ástæða væri til þess að ætla, að um venjulegan stimulus til sensitisationar hafi verið að ræða, svo sem graviditas eða transfusion. Við hæmoglobinuria e frigore, eins og sést við syphilis, mun di-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.