Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 22
22 LÆKNANEMINN málastefnur myndi með sér félög. En það er of langt gengið, ef póli- tík er blandað í ópólitísk hags- munamál stúdenta og stjórnmála- félög háskólans reyra allt félags- líf í helfjötra ofstækis og einsýni. Pólitísku félögin eiga að starfa innan eðlilegra takmarka. Þau eiga að vera málfundafélög og gætu háð hina grimmilegustu fundi sín á milli nokkrum sinnum á vetri. Að því gæti orðið hin bezta skemmtun. Og það er pólitísku félaganna en ekki stúdentaráðs að gefa út pólitískar yfirlýsingar, sem talsvert hefur verið framleitt af á liðnum árum. Hér að framan hefur verið rætt um ýms félög stúdenta og kosn- ingar til stúdentaráðs. Er þá komið að stúdentaráði sjálfu og störfum þess. Það hefur undanfarin ár stað- ið fyrir almennum bókmennta- kynningum, sem notið hafa mikilla vinsælda og mættu gjarnan vera fleiri. Er þetta sjálfsagður þáttur í störfum ráðsins í framtíðinni. Þá hefur starfað á vegum ráðsins vinnumiðlunarnefnd og unnið á- gætt starf. Má starfsemi hennar ekki niður falla. Auk þessa hefur stúdentaráð jafnan annazt hátíða- höld 1. des. ár hvert og gefið út blað þann dag. Einnig hefur það séð um skemmtanir á gamlárs- kvöld og síðasta vetrardag. Eru nú að mestu talin þau störf stúd- entaráðs, er snerta stúdenta al- mennt. Eins og ég sagði áðan er hlut- verk stúdentaráðs fyrst og fremst að vinna að hagsmunamálum stúd- enta. Þetta hlutverk virðist stúd- entaráði oftlega ekki þykja nógu virðulegt. Það sýnist stundum halda, að hlutverk þess sé að frelsa heiminn, reynir að vera vasaút- gáfa af alþingi, en ber keim kjafta- samkundu. Einstaklingar og nefndir fljúga um allan heim við ærin kostnað og „repræsentera" íslenzka stúdenta á ótal þingum. Ferðalög þessi eru án efa skemmtileg og uppbyggj- andi fyrir þá, sem í þeim lenda, en það er ekki nema svo örlítið brot háskólastúdenta, að almennt njóta stúdentar einskis gagns af og fá ekki einu sinni reykinn af réttunum í frásögn eða ferðasögu. Er ekki stúdentaráð heldur ,,flott“ á þessu sviði? Það er gott og blessað og sjálfsagt að halda uppi samskiptum við erlenda stúdenta, en þó aðeins innan skynsamlegra takmarka. Mætti ekki fækka lang- ferðum og snúa sér að almennari verkefnum, t. d. gangast fyrir móti norrænna stúdenta svo að eitthvað sé nefnt. Stúdentaráðs bíða mörg óleyst verkefni. Sum eiga enn langt í land, svo sem hjónagarður og fé- lagsheimili stúdenta. Önnur mætti leysa fljótlega, aðeins ef áhugi og vilii til framkvæmda er fyrir hendi. í Háskóla íslands eru, eftir því sem ég bezt veit, aðeins tvö blöð gefin út, Læknaneminn og Ulfliót- ur. Ekkert blað er gefið út af stúd- entaráði fyrir stúdenta almennt. Hér er verkefni fvrir ráðið, eitt af átján. Það er ekki vanzalaust, ef ekki er hægt að halda út blaði í svo fjölmennum skóla. Ýmsum mun finnast, að mikils sé hér krafizt af stúdentaráði. En við verðum að vera kröfuharðir, bæði við okkur sjálfa og stúdenta- ráð, sem er forusta okkar. Áliti stúdenta meðal almennings hefur lengi farið heldur hrakandi og ekki algerlega að ástæðulausu. Það er á valdi okkar sjálfra og engra ann- arra að breyta þessu áliti og bætn það. Losum okkur undan oki hinnn pólitísku félaga. Það er fyrsta

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.