Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN 15 um getur v. rifjabogi orðið meira framstandandi en sá hægri. Einn- ig getur kviður orðið spenntur og framstandandi, en af því út af fyrir sig verður ekki ráðið, hvort um miltisstækkun sé að ræða eða ekki. Percussio getur gefið góða hug- mynd um stækkun miltans, eink- um ef hún er veruleg, hins vegar getur verið erfitt að greina minni- háttar stækkun með percussio vegna lofts í maga eða görnum. Palpatio er sú aðferð, sem bezt er til þess að ganga úr skugga um hvort miltað sé stækkað. Ef um litla stækkun er að ræða er gott ráð að styðja með v. hendi ,,lateralt“ á v. rifjaboga, en með fingurgómum h. handar þreyfar maður svo rétt fyrir neðan v. rifjaboga og biður sjúklinginn að draga djúpt andann. Þá á maður að finna miltisröndina rétt áður en innöndunin nær hámarki. Stund- um getur verið betra að láta sjúkl- inginn sitja uppi. Ef um mikla stækkun er að ræða, er venjulega auðvellt að finna miltisröndina (Margo acutus) og hvernig hún hrejrfist upp og niður með öndun- arhreyfingunni. Sé maður í vafa um, hvort milt- að sé stækkað, getur verið gott ráð að taka ,,mjúka“ röntgenmynd af miltissvæðinu. Ef um hypersplenismus gæti verið að ræða, er rétt að gera adrenalin próf. Diagnoses differentialis. Það sem helzt kemur til greina í þessu sambandi eru: 1. æxli í ristli (taka ristilmynd). 2. æxli í maga (taka rtgm. af maga). 3. æxli í spatium retroperitoneale (taka yfirlitsmynd af abdomen, ef til vill með ,,retroperitoneal“ loftinsufflation. Einnig gæti æxli í v. nýra eða hydronephrosis komið til greina (rannsaka þvag, taka i. v. pyelogram). Annars getur rnaður verið nokkurn veginn viss um miltisstækkun, finni maður margo acutus og skörðin í henni. Meðferð. Þar verður fyrst og fremst um að ræða viðeigandi meðferð á sjúk- dómi þeim, er stækkuninni veldur og fellur því ekki innan ramma þessa efnis að rita um það. Sumir þeirra sjúkdóma, er milt- isstækkun hafa í f ör með sér, batna við að taka miltað og skulu þeir nú nefndir. 1) Icterus hæmolyticus congen. batnar að nokkru við að nema burt miltað, þ. e. hæmolysis hættir og almenn líðan verður góð, en spherocytosis fragilitas rauðu blóðkornanna breytast ekki. 2) Kronisk thrombocytopenia es- sent., sem ekki hefur batnað við ACTH eða cortison með- ferð, gefui' ákveðið tilefni til að taka miltað, sem veitir bata í ca. 50% af tilfellunum (Chri- stopher). 3) Við anæmia hæmolyt. acquisata, sem ekki lagast við ACTH eða cortison meðferð, er rétt að taka miltað, og batnar um 40% sjúklinganna við það (Christo- pher’s surgery). 4) Við hypersplenismus primarius með anæmi og granulocytopeni eða thrombocytopeni er talið rétt að taka miltað, og fylgir oft góður bati á eftir. 5) Við leucemiae verður stundum sekundær hypersplenismus, og getur þá komið til álita að taka miltað.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.