Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 23
LÆKNANEMINN Úr sögu lœknisfrœðinnar. Saga læknisfræðinnar er lítið kennd hér í okkar læknadeild, enda mun flestum læknastúdentum þykja þeir hafa nóg annað við tímann að gera en fást við svo fánýtt grúsk. En hverju sem því líður, er ekki hægt að neita því, að margt er í þeirri sögu að finna, sem fróðlegt er og skemmtilegt. Sennilega hafa lækningar í ein- hverri mynd verið stundaðar lengra aftur í tímann en nokkrar sögur ná, en fyrstu áreiðanlegu heimildir okkar um lækna og lækn- ingar eru komnar frá Egyptum hinum fornu, og mun ég í þess- ari grein ræða nokkuð um lækn- ingar eins og þær tíðkuðust í þessu forna menningarríki. Ríki þeirra er af sumum talið elzta menningarríki í heimi; þar hafa fundizt samfelldar leifar forn- minja til ca. 18000 f. Kr. Fyrsti faraóinn kemur til valda ca. 3500 f. Kr. og nokkru síðar fréttum við af fyrsta lækninum, sem með nafni er þekktur, Imhotep, lækni Zosers konungs. Imhotep þessi var stóra skrefið í átt að heilbrigðara félagslífi stúdenta. Reynum að inn- Jeiða hinn sanna stúdentsanda, sem á að vera einkenni og aðals- merki allra stúdenta. Gerum fé- lagslífið í háskólanum þannig að við getum minnzt dvalar okkar þar með sama trega og menn al- mennt minnast menntaskólaár- anna. Væri þá vel. Ég hefi hér að framan látið móðan mása og er mál að linni. Þökk sé þeim, sem entist nenning út lesturinn. K. B. í augum Egypta svo mikill lækn- ir ,að hann var tekinn í guða tölu. Var honum þó fleira til lista lagt en læknisgáfan, hann var stjórn- málamaður og byggingameistari og sagt er, að hann hafi byggt fyrsta steinhúsið, er byggt var, og fyrsta nvramídann. Faraóarnir höfðu kringum sig heila sveit lækna, er gæta skyldu heilsu og lengja líf þeirra. Lækn- ar þessir voru jafnframt prestar, enda var það almenn trú þeirra tíma, að sjúkdómar stöfuðu af illum öndum. Hofin voru guðshús, læknaskólar og sjúkrahús. Þessir læknar voru ,,háspecialiseraðir“ hver í sinni grein; gekk þetta jafn- vel svo langt, að einn faraó hafði sérfræðing í sjúkdómum hægra auga og annan í sjúkdómum þess vinstra! Lækningar þessara frumherja voru sambland af hjátrú og hind- urvitnum og merkilega „rationel therapie“. Sjúkdómar orsökuðust af illum öndum, er sjúklingurinn var haldinn, og því var reynt að reka þá út með særingum og „seremon- íum“ ýmis konar. En þótt þetta væri liður í lækningunni, var einn- ig notuð ýmis konar „therapie", sem við könnumst betur við. T. d. var stólpípan óspart notuð, en um uppruna hennar er þessi saga: Nokkrir læknar voru staddir á bökkum Nílar, er þeir sáu guðinn Þóþ í líki ibis-fuglsins fylla nef sitt vatni úr ánni og spýta því inn í anus. Voru læknarnir fljótir að skilja bendinguna og stólpípan varð til. Ýmsar upplýsingar um lyf og lækningar þessara tíma hafa varð-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.