Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 32
32 LÆKNANEMINN án aukins tilkostnaðar eða breyt- inga á grundvallarskipulagi deild- arinnar. Framkvæmd þeirra myndi tvímælalaust koma í fastari skorð- ur og bæta hina verklegu kennslu. Stúdentar væru sammála um að henni væri mjög ábótavant. Benti Leifur á nokkur atriði, sem hon- um þóttu miður fara í f ramkvæmd. T. d. gæti ómögulega talizt heppi- legt, að stúdentar hefðu á hinum 6—7—8 ára langa námstíma sín- um aldrei tækifæri til að gera að beinbroti undir handleiðslu æfðra lækna. Að lokum ræddi hann um teoretísku kennsluna í kúrsusum og mælti eindregið til, að hún yrði aukin. Einnig að einhverju hentugu skipulagi yrði komið á kennsiu aukafaga. Sig. Þ. Guðmundsson stakk m. a. upp á að barnasjúkdómar yrðu aðaifag, til samræmis við það, sem tíðkast við alla erlenda læknaskóla, og kvað ófært að láta verklega kennslu stranda á óvilja sjúklinga. „Því ekki að nota stúdentana sjálfa?“ Stúdentar æfðu sig hver á öðrum, er þeir lærðu ýmsar um- búðir, venepuncture o. s. frv. Sigurður gat þess að lokum, að það væri undir áhuga stúdentsins sjálfs komið að nokkru, hversu honum nýttist kúrsustíminn — og stakk því að samstúdentum sínum, að um furðu margt mætti fræðast af kandídötum, „þeir luma á ótrú- lega mörgu, ef vel er að þeim farið.“ Síðastur talaði formaður. Hann sagði meðal annars, að það væri gleðilegt, hve sammála ræðumenn hefðu verið um umræðuefni fund- arins. Hann lagði áherzlu á, að þessum fundi og þessum tillög- um hefði aðeins verið hugað að brjóta ísinn, fá félagsmenn til að hugleiða þessi málefni.. Málið væri ennþá lítið undirbúið, en krefðist mikils undirbúnings, og því væri bezt að fá það í hendur nefnd stú- denta. Að síðustu var samþykkt, að stjórn Félags læknanema skipaði fimm manna nefnd, sem ynni að málum þessum. Misheppnuð röksemdafærsla. Læknirinn var að reyna að sann- færa sjúklinginn um skaðsemi reykinga og ákvað að beita þeim rökum, sem allir geta skilið, þ. e. rökum kostnaðarhliðarinnar. L.: Hvað kosta þessir vindlar, sem þér reykið? S.: 5 kr. stykkið. L.: Hvað reykið þér marga á dag? S. (Blæs bláum reykjarhringj- um framan í L.): 10. L.: Það eru 50 kr. á dag. Hvað hafi þér reykt lengi? S.: I 30 ár. L:. (Hristir höfuðið með hlut- tekningu): 30 ár. Það eru yfir tíu þúsund dagar á 50 kr. — yfir hálf milljón. Gerið þér yður ljóst, að þér gætuð verið eigandi hótels- ins þarna, ef þér hefðuð ekki reykt í þessi 30 ár. S. (Drepur í vindilstubbnum) : Reykið þér læknir? L.: Nei. S.: Eigið þér hótelið þarna? L.: Nei. S. (Kveikir í nýjum njóla og hóstar óskaplega): Ég á það. Úr tíma í réttarlæknisfræði: „Það eru tvær manntegundir, sem eru ákaflega ómóttækilegar fyrir rökum. Það eru alkoholistar og söngvarar. Alkoholistinn held- ur aldrei, að hann sé alkoholisti — og söngvarinn heldur alltaf, að hann sé söngvari."

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.