Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 26
26 LÆKNANEMINN ég fengi til meðferðar, en sérstak- lega varð honum tíðrætt um njálg. Ég skrifaði niður margar blaðsíð- ur í stílabók um diagnosis og ter- api á njálgi og að lokum þóttist ég sjá réttilega, að hann vissi meira um njálg en nokkur annar maður á íslandi (og var ég þeirr- ar skoðunar, þar til ég heyrði pró- fessorinn í pathologi tala um það efni), og að minnsta kosti annað hvert,,individ“ í kaupstaðnumhefði þennan ófögnuð. Ég þarf auðvit- að ekki að taka það fram, að ég fékk aldrei eitt einasta njálgtilfelli til meðferðar, og þótti mér leitt, því að ég hafði ætlað að ,,brilliera“ á beim vettvangi. Ég kom á vígvöllinn kl. 9 á laugardagsmorgni og átti ég að búa á spítalanum og þar hafði ég aðgang að læknastofu og öllu, sem með þurfti, nema þekkingu. Viðtalstími var kl. 11 á laugardög- um. Óðar en ég kom á spítalann, var mér boðið í kaffi með starfs- fólkinu, og allir voru mér ákaf- lega elskulegir og keoptust við að rétta mér góðgætið. En þó að lyst- in væri engin, reyndi ég að halda virðingu minni, sat alvarlegur og huírsandi og braut kleinur. Yfir- hiúkrunarkonan hefur sennilega séð. hvað mér leið, því að hún sagði hughreystandi: ,,Það koma víst fáir að siá unga lækninn í dag. Það er alltaf fátt á laugar- dögum og svo veit víst enginn, að þér eruð komnir.“ Við þessi orð hresstist ég það mikið, að ég fór að geta svarað spurningum fólks nokkxirn veginn skynsam- lega. Kl. 11 stundvíslega opnaði ég biðstofudyrnar. Þetta var all- stór biðst.ofa og vistleg í betra lagi, en því miður full af fólki. Mér sortnaði fvrir auvum og varð kaldsveittur af skelfingu. Ein- hvern veginn stundi ég þó upp: „Fyrsti, gjörið svo vel!“ Tveir þeir fyrstu drógu upp tóm meðala- glös og báðu um á þau aftur. Ég skrifaði recept og fór að verða rólegri. Sá þriðji var með tómt glas undan phenamal mixtúru, sagðist vera hjartveikur, órólegur og eiga vont með svefni. Hann sagðist þurfa þriggja pela flösku, ef þetta ætti að duga eitthvað. Ég horfði á manninn furðulost- inn. Það var naumast, að hann vildi verða rólegur. Til að láta þetta heita eitthvað, hlustaði ég hjarta hans. Ég heyrði að vísu, að hjartað sló, annað græddi ég ekki á hlustuninni. Tók þá að hugsa um Kristins-fræðina og allt í einu mundi ég orðið: Barbitur- ætur. Það var vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Ég horfði á manninn og hann horfði á mig. „Tvö hundruð grömm,“ sagði ég og var ákveðinn. „Tvö hundruð grömm! Hvað er það fyrir mig, svona órólegan og hjartveikan?" svaraði hann og varð fúll. Ég skrifaði recept og rétti honum. Hefur honum sennilega þótt lítið til minnar læknislistar koma, því að ég sá hann ekki aftur. Mér tókst að veita öllum, sem á stofunni voru, einhverja úrlausn, að ég held, skar í kýli og gaf sprautur. Kandídatinn, vinur minn, hafði haft allmarga í sprautukúr, einkum voru þar á ferðinni víta- mínistar, kerlingar með útstungna rassa og alltaf að hressast. Þennan dag voru þrjár vitjanir, tvö skikkanleg og virðuleg kvef- tilfelli, og afgreiddi ég þau eins og vera bar með gagnkvæmum virðuleik og recepti. Þriðja tilfellið var eitt af þessum lúalegu útbrota- andsk...., sem enginn ræður við. Sá þjáði var tæplega ársgamall. Ég gekk inn alvarlegur og hugs- andi, eins og ég hafði tamið mér

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.