Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.04.1957, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 Störf miltans. Um það, hver séu störf miltans, eru menn ekki á einu máli, enda ýms atriði þar ennþá óljós. En samkv. S. Wright eru þau: A. Bióðmyndun: 1) Á síðari helmingi fóstur- skeiðsins fer verul. hluti af framleiðslu rauðu blk. fram í miltanu. Miltað getur síðar á æfinni tekið upp þennan starfa, ef rauði m<ergurinn eyðileggst (tumorvefur, myelofibrosis) eða við metaplasia myeloidea agnogenica. 2) Lymphocytar myndast í corp. Malphigii. B. 1) Niðurbrot blóðkorna. Er það starf „macrophaganna“. Vafa- samt er þó, að það eigi sér stað í stórum stíl við eðlilegar aðstæður. 2) Niðurbrot hæmoglobins og myndun hæmobilirubins. C. Geymir fyrir rauð blk. (Reser- voir). Það er mjög vafasamt, hvort miltað gegni þessu hlut- verki í heilbrigðum manni, en við icterus hæmolyticus congen. gerir miltað það. D. Myndun ,,hæmolysina“ (t. d. við hæmoglobinuria nocturna). E. Vai'narviðbrögð (defence reac- tions). Svo sem myndun á „antibodies“ og sýklasía (filt- er). Orsakir miltisstækkunar. (Etiologia). Orsakirnar eru margar og marg. víslegar. Oftast er miltisstækkun afleiðing sjúkdóma, sem ekki eiga upphaf sitt í, eða eru bundnir við miltað per se. Mun ég nú leitast við að gera grein fyrir helztu orsökum miltis- stækkunar og skipa þeim niður í tíu höfuðflokka. I. Bólgumilta (Lien inflamma- tionis). Því valda: 1) ýmsar sýkingar (infectiones) af völdum sýkla og snýkla. a. Það er mjög svo algengt fyrir- bæri, að miltisstækkun eigi sér stað við bráðar sýkingar (acute systemic infections), t. d. pneu- monia, septicæmia, endocarditis bact. acuta o. fl. Blóðrásinni í gegnum miltað er þannig hátt- að sem fyrr greinir, að blóðið kemst þar í mjög nána snert- ingu við pulpa frumurnar, sem margar hverjar eru átfrumur (phagocytes), sem geta innbyrt bæði sýkla og dauðar frumur (nekrotiskar). Viðbrögð milt- ans gagnvart sýklum og eitur- efnum (toxinum) þeirra, verða því svipuð og viðbrögð lymfu- eitla gagnvart sömu aðilum. Miltisstækkunin verðurvenju- lega talsverð (500—1000 gr). Við þreifingu er miltað mjúkt átöku (septiskt milta). „Mak- roskopiskt" er miltað ljósgrátt og við mikroskopi sést, að mikil hyperplasi er á lymfuvef, einn- ig ber mikið á stórum ein- kjarna, basofil frumum, sem Rich sýndi fram á að hreyfðu sig eins og lymfocytar og væru þess vegna af ,,lymfoid“ upp- runa (Boyd). b. Við endocarditis bact. subacuta verður dálítil miltisstækkun hjá % hluta sjúklinganna. Miltað er þá þétt átöku, en ekki aumt. c. Við febris typhoica getur milt- að orðið allstórt (500 g), mjúkt átöku. í þessu samb. kemur „spontan" miltis-,,ruptura“ stundum fyrir. d. Við mononucleosis infektiosa verður í flestum tilfellum milt- isstækkun og í sumum verður

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.