Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 9

Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 9
LÆKNANEMINN 9 húðinni. Húð læsionir sem liggja dýpra eru geislaðar með heldur harðari geislun upp 50 Kv og filt- rationin er 0.3—1 mm Al. 2) Nœrgeislun: Um hana gegn- ir nokkuð sérstöku máli. Geislar myndast við 60 Kv. Geislamagnið er mikið, fjarlægð aftur mjög lítil 1.5—5 cm. Við það verður dosis fallið mjög ört í vefjunum og dýptarverkun er mjög lítil, t.d. eru um 5% af geislamagninu eftir í 7 cm. sýpt. Það er hægt að vari- era með tubus fjarlægð. Með nær- geislun er einungis hægt að geisla mjög lítil felt í einu. 3) Grunngeislun: er notuð við læsionir grunnt undir húð t. d. eitla o. fl. Fjarlægð höfð 15—30 em. spenna upp í 120 Kv. Filter um 3 mm Al. Dýpri lögum er hlíft, regenerationshæfni vefjanna er góð. 4) Djúpgeislun: Takmark henn- ar er að koma sem mestu geisla- magni á læsionina og hlífa jafn- framt húð og yfirliggjandi vefj- um. Þá er fjarlægð höfð mikil t.d. 50 cm. filter úr kopar 1—2 mm og spennan ad 250 Kv. 5) UltrahÖrðgeislun: Þá er ork- an 1 MeV eða meira, þeir geislar hafa mikið smygi og praktiskt talað engan absorptions mismun. Beinum er t.d. hlíft með því. Há- marksdosis er ekki við yfirborð heldur í nokkurri dýpt. Oft getur svo verið að húðin þar sem geisla búntið fer út verður fyrir meiri áhrifum, en það svæði sem geisl- arnir fóru inn um. Mest hafa verið brúkaðir geislar með um 15—20 MeV orku. Geislarnir frá slíkum tækjum eru mjög vel afmarkaðir því Comptonseffectinn kemur fram í stefnu primær geislanna. Tímanleg variation geislanna hefur og nokkra þýðingu og þó er aðeins einn variant praktiseraður nú þ.e. svokölluð fraktionering, Þá er heildar dosis skipt í fieiri smærri skammta og gefinn einn daglega. Skiptir það litlu máli hve afköst tækisins eru mikil. Hún er hin algengasta aðferð nú til dags. Teknisk applikation. I. — Föst felt. Hægt er að geisla svæði frá 1 felti ef ekki á að leggja mikið á húðina. Ef aft- ur á móti geislaskammtur þarf að vera mikill á læsionina, meiri en hægt er að leggja á húðina má oft geisla svæðið frá fleirum en 1 felti. Slíka geislun kalla Þjóð- verjar ,,Kreuzfeuerstrahlung“ og næst þá hærri dosis á læsionina. II. — Sieb-geislun — Sigtigeisl- un. Þá er perforeruð plata lögð á húðsvæðið sem geisla þarf á og hlífast þá þau húðsvæði, sem milli gatanna liggja, en þegar frá húð dregur jafnast áhrifin og dýptar- verkun er meiri. Með þessu móti er hægt að gefa 5—800 r í senn upp í 15—20 þús. r total dosis. III. — Fjarlæg'öargeislun er not- uð þegar geisluð eru stór svæði líkamans. Fokus fjarlægð ekki minni en 1 m, en skammtar þá hafðir mjög litlir 5—10 r í senn. IV. — Hreyfigeislun. Þá er ým- ist lampa eða sjúkling snúið þann- ig að geislinn lendi alítaf á læsion- inni, en húðsvæðin verða mun stærri og því minni skammtur á flatareiningu hennar. V. — Ultraharöa geislunin hefur þó verulega dregið úr ofangreindri geislunaraðferð, því hún miðar að sama marki og kemst það á ann- an hátt vegna mikils smygi geisl- anna og þar með hlífð á húð. Síðari hluti í næsta blaði.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.