Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 10
LÆKNANEMINN
10
fP. Cf. fffolkci, fyrrv. kérafslœí
nir:
Fyrsta læknafélag á íslandi
Læknar eru sú stétt, sem fyrst
allra tóku upp með sér skipulags-
bundinn félagsskap, ef til vill að
prestum eða hofgoðum undantekn-
um, en meðal frumstæðra þjóða
er þar að vísu um hina einu og
sömu stétt að ræða, stétt sham-
ananna, eða ,,medisínmannanna“,
sem jöfnum höndum iðkuðu lækn-
ingar og fórnarþjónustu við guði
ættstofnsins. Úr þeim tengs'um
losnuðu þeir, sem við handlækn-
ingar fengust, á undan lyflækning-
um, og eru þeir fyrrnefndu orðnir
að sjálfstæðri stétt meðal Sumera
og háðir sérstökum fyrirmælum
að því er ábyrgð snertir skv. lög-
bók Hammurabis fyrir 4000 ár-
um síðan. Frá þeim tíma er það
elzta frumrit um lækningar, sem
nú er til, leirtafla með fleygletri,
þar sem á eru skráðir nokkrir
lyfseðlar. Um daga Hippokratesar,
sem var uppi um 400 árum fyrir
Kristburð, höfðu grískir læknar
komið á með sér því siðalögmáli,
eða codex ethicus, sem í megin-
atriðum er enn mælisnúra fyrir
breytni lækna við sjúklinga sína
og sín á milli og Alþjóðasamband
lækna — World Medical Asso-
ciation — hefur tekið upp á
stefnuskrá sína. Á miðöldum voru
allvíða starfandi gildi lækna eða
stéttarfélög, sem höfðu það mark-
mið að annast hagsmuni meðlima
sinna, og mun læknagildið í Fir-
enze á lýðveldistímum þess borg-
ríkis á 14. öld hafa verið þeirra
voldugast, því að það var eitt
af þeim níu arti maggiores eða
meiri háttar gildum, sem fóru með
stjórn borgarinnar.
Nú á tímum hafa læknafélögin
tvöfaldan tilgang, varðveizlu stétt-
arlegra hagsmuna og eflingu
læknisfræðinnar sem vísinda-
greinar, og fara mörg þeirra með
hvorttveggja, en sum aðeins með
vísindalega þáttinn. Elzta vísinda-
félag á Vesturlöndum er Gaupu-
félagið, Accademia dei Lincei,
stofnað í Róm 1603, en að vísu
má skoða fyrstu læknaskóla Vest-
urlanda, svo sem háskólann í
Salerno, sem sameiginlegt félag
lækna og læknanema.
—o—
Á íslandi var læknastéttin
framan af það fámenn og allar
samgöngur svo miklum erfiðleik-
um bundnar, að um félagsskap
gat ekki verið áð ræða. Hafa þó
læknar hér á landi flestum öðrum
fremur fundið sárt til einangrun-
ar og ómöguleika þess að fá tæki-
færi til að tala um áhugamál sín
við jafningja, og minnist ég þess,
er ég sem ungur læknir heimsótti
gamla stéttarbræður, svo sem
Guðmund Guðmundsson í Stykkis-
hólmi og Stefán Gíslason í Vík.
hve innilega þeir fögnuðu manni
og glöddust yfir því að ræða um
reynslu sína og nýungar í fræði-
grein okkar við yngri mann, og
var þetta nokkuð lærdómsríkt fvi'-
ir mig. Á þeim tímum var stétt-
artilfinningin það rík, að það þótti
hin mesta ókurteisi að heimsækja