Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Side 15

Læknaneminn - 01.12.1962, Side 15
LÆKNANEMINN 15 unnai'“. Það kom semsé ekki til mála að ræða neitt við læknana, fyrr en úr þvi hefði verið skorið, hvort þeir hefðu nokkurn rétt til þess að láta sisona. Til þessa hafði auðvitað ekki verið tími fremur en til annars á mánuðunum sex. En nú gerðust margir hlutir skyndi- lega, svo ekki er á færi nema hæfustu manna að fylgja eftir og skilja þeirra samhengi. Skyndilega er frat gefið í réttinn og hætt um hann öllu pexi, sem vel gæti jú ella staðið enn, læknunum eru boðnar sættir, gerð einhver bragar- bót, sem þeir samþykkja og mun ekki hafa verið annars kostur. Er nú hver læknir kominn i stöðu sína að nýju mér vitanlega án endurráðningar eða annarra óþarfa formsatriða og ekki settu réttir aðilar ofan — amen og hale- lúja. Og eftirá eiga menn að vera góðu börnin og ekkert skiptir máli nema það, að deilan leystist áður en veruleg breyting yrði á statistik dauðsfalla. Og kannske er þetta aðalatriðið. Það var það vissulega einsog komið var, en hitt er líka atriði, hversu deilur leysast og hvers vegna málinu svo komið var. Hér hefur verið lýst í stuttu máli aðdraganda, gangi og lausn lækna- „deilunnar", sem auðvitað var engin deila eftir hefðbundinni skilgreiningu á íslenzkri tungu. Það er engin deila, þótt maður segi upp stöðu sinni hjá því opinbera — eða svo hefur maður flónsk- ast til að halda hingaötil. Þess skal að- eins getið, að réttir aðilar skrifuðu læknunum bréf (s.ic) við upphaf „deil- unnar“ og báðu þá að mæta áfram meðan verið væri að athuga málið, sem einsog margsagt er áður hafði ekki gefist tími til á mánuðunum sex, en auðvitað svöruðu læknarnir ekki — minnugir sinna bréfa? Sá hlær bezt sem síðast hlær. I annan stað var brott- för læknanna þess valdandi, að frá sjúkrahúsunum heyrðust viðkvæðin i röð: „vandræði" „neyðarástand mun skapazt" og „neyðarástand er að skap- azt“. E.t.v. hefur þessi stigandi orðið til þess að koma réttum aðilum fram á rúmstokkinn og við látum mönnum eftir að geta sér til um viðkvæði hið fjórða og hið fimmta. Og það var öllum sinnt, sem ella væru sannanlega snúnir til feðra sinna, og hinir bara biðu biðinni vanir og munaði svosem ekkert um einn hálfan mánuð eða svo. Þannig var þetta allt í stakasta lagi svona af al- mennum sjónarhól og við skulum bara gleðjast og gleyma þessu „bí bí og blaka . . .“ og þó. Mér er það ekki til efs, að lækna- „deilan" mun verða afkomendum okkar í sagnfræðingastétt hið girnilegasta rannsóknarefni og e.t.v. verður einhver þeirra doktor útá hana. En enda þótt þessi deila sé að vissu marki skopleg einsog hún gekk fyrir sig, þá er hér á ferðinni mjög alvarlegt mál, sem engin ástæða er til að láta falla í gleymsku. Til þess eru vítin að varast þau. Og þetta mál er ekki alvarlegast af þeirri legio afglapa, lítilsvirðu og móðgun, er einkenndu það frammá síðustu daga, heldur af hinu, að allir þessir hlutir skuli geta gerzt í okkar mikla menn- ingarþjóðfélagi gagnvart heiðarlegri sanngjarnri og inikilvægri (að maður skyhli hakla) stétt, án þess svosem, að nokkur hrökkvi við og reyni að skilja samhengi hlutanna. Ég ætia aðeins að ræða þessi atriði því enda þótt þetta mál sé ekki beint uppörvandi fyrir okk- ur, sem innan skamms væntum þess að fylla íslenzka læknastétt, þá má vel læra af því ýmsa hluti. Eg skal reyna að setja ekki upp neinn postulasvip. Ég veit, að mönnum með reynsluna miklu þykir hann klæða illa strák- hvolpa og ég vil engan móðga. Og um- fram allt skal ég reyna að vera ekki pólitískur; fyrst og fremst blaðsins vegna en einnig af hinu, að pólitískar skoðanir flestra okkar ei'u meðfæddar og menn viðkvæmir fyrir eiginleikum sínum.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.