Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Side 16

Læknaneminn - 01.12.1962, Side 16
16 LÆKNANEMINN LæknisnámiS er langt og strangt og fæstir fullgildir í læknastétt, fyrr en þeir hafa fyllt þrjá tugi ára. Af þessu leiðir svo, að starfsævi læknisins er styttri en allra annarra stétta i þjóð- félaginu. Hið langa nám kostar mikið fé og þeir mega heita vel stæðir, sem eiga ekkert af veraldarauði áþreifan- legum að námi loknu, allflestir eiga auðvitað miklu minna en ekki neitt. Það eru gerðar miklar kröfur til lækna og stöðu þeirra fylgir mikil ábyrgð. Þetta er óþarfi að rekja á þessum vett- vangi, en læknar hafa lagt fram löng rök, svo þeir, sem skammt hugsa, mættu átta sig á annars augljósum sannindum. Með tilliti til þessa alls hafa læknar gert sínar kröfur á hendur þjóðfélaginu. Þeir hafa þó ávallt í þeim gætt fyllztu still- ingai', hófsemi og sanngirni, en þó helzt ekki viljað fara ofan af því, að vegna langs og fjárfreks náms, stuttrar starfs- ævi, mikilla krafna og ábyrðar mætti þjóðin gera betur við þá en búðarlokur og kontórmenn. Það sitja engir aular á æðstu stöð- um. Því fer fjarri. En tregða hefur verið þar landlæg, þegar horfir til útláta fyrir vissa hluti óáþreifanlega. Gagnrökin eru aðallega tvö: Við erum fáir, fátækir og smáir. Rétt er það, að við erum fáir og höfum ekki afl milljónaþjóða til góðgjörnings hámenntuðum. En læknar hafa gætt hófsemi og er til fyrirmyndar og skyldu allir gæta. Það er erfitt fá- mennu þjóðfélagi að vera til, en ekki eru allar kröfur tilræði eða þjóðernis- gleymska. Fátækir eru við ekki svo kveinstöfum taki, en bruðl gerir allar þjóðir fátækar og um leið smáar og það er algerlega misskilinn metnaður, sem í því liggur að fleygja milljónum í gagnslausa hluti auglýsinga og skrums og innantóms vaðals. Hyggin þjóð og þá um leið stærri leggur drjúgt til vísinda rannsókna og eflingu og varðveizlu menningarverðmæta sinna, því það er þetta sem úrslitum ræður, ef í hart slær og þá dugar ekkert skrautið ytra. Það er fyllilega hægt að verja meiru fé til heilbrigðisþjónustu í land- inu en gert er. Það verður annað, sem kemur þessari þjóð á hausinn. Og svo koma rökin hin þyngri: Islenzkir læknar skulu minnast þjóðernis síns og ekki gleyma, að þjóðin hefur varið miklu fé til menntunar þeirra. Þessi gagnrök eru ósvífni á hæsta stigi, enda þótt e.t.v. sé ekki hægt öllu kurteislegar að segja mönnum að halda kjafti. Ég nenni varla að eyða orðum að þessu. Allir menn meS meðalgreind vita, að hvert þjóð- félag verður að kosta til fé til þess að mennta þegna sína sjálfrar sín vegna fyrst og fremst. Það orkar þvi vægast sagt; tvímælis hvorum megin liggur skuldin mikla. Og þá komum við að kjarna máls- ins. Það er eðlisfræðilegt lögmál að yfirvinna má alla tregðu, en til þess þarf afl. Þetta afl er þjóðin sjálf, en hún vinnur með tregðunni en ekki gegn henni. Hún tekui' vel undir skuldina miklu og þykir nógu hafa verið til kostað að mennta allt pakkið. Auk þess hefur því verið komið inn hjá henni, að læknar t.d. vaði fé upp yfir haus og launakröfur séu nánast frekja af þeirra hálfu. Það er tómt mál að vera með útreikninga og skírskotun til stuttrar starfsævi og kostnaðarsams náms. Þjóð sem komið hefur verið ofan af því að hugsa, les aðeins fyrir-sagnir og man því betur sem þær eru stærri. Því skal auðvitað ekki neitað að læknar geti ekki haft góðlnr ævitekjur, en það byggist á því, að þeir hafi starfs- dag sinn þeim mun lengri að jafni starfsævi við aðrar stéttir. Launakröf- urnar liggja í breytingu á þessu. Læknar þurfa tíma til þess að fylgjast með og þeir eiga fullan rétt. á frístundum til þess að sinna fjölskyldu sinni og hugðar- efnum, sem öllum er nauðsyn á til fyll- ingar sínu ævistarfi. En auðvitað er til of mikils mælst að ætla mönnum að rekja hlutina svona langt eða skilja, hversvegna fækkar í læknadeild og

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.