Læknaneminn - 01.12.1962, Side 17
LÆKNANBMINN
17
læknar í framhaldsnámi erlendis taka
ekki á sprett heim. Bölvuð óþjóðholl-
usta og vanþakklæti heitir þetta allt.
Þvi ekki að leggja nótt við dag, ef menn
skortir peninga? Þetta gerum við í síld-
inni og vinnan göfgar manninn, stend-
ur þar. En hvað er vinna? Telst það
ekki vinna að hafa yfirlit um störf sín
og fylgjast með, svo menn haldi velli
og standist þær kröfur, sem til þeirra
eru gerðar og gagnvart læknum verða
sífellt meiri? Jú, þetta er meira að
segja oft og tíðum argasta púl, þótt
menn fái ekki sigg í lófana.
Og látum þá upptalið. Þeirri leiðu
staðreynd verður ekki neitað, að menn
hlaupa nú mest eftir skyndigróða og
vegsama þá hluti, sem mest eru aug-
lýstir og skrumfluttir, hversu fánýtir
og innantómir sem þeir kunna að vera
á sama tíma og verðmæti æðstu mennt-
unar eru í samstilltum dansi þjóðar-
innar við ráðamenn sína um langt skeið
eigi annað en hugtak til tyllidagastáss.
Það er af þessum ástæðum sem sjálfur
Háskóli Islantls fær ekki unnið sitt starf
sem skyldi, þess vegna sem mennta-
stéttir eiga undir högg að sækja og
þess vegna, sem með einstæðum hætti
er hægt að lítillækka og móðga jafn-
vei þá aðila, er gerðar eru til livað mest-
ar kröfur í þjóðfélaginu. Þetta eru á-
stæðurnar til þess, að lækna„deilan“
gat gengið fyi'ir sig með þeim eindæm-
um, sem raun varð á, án þess að heyrð-
ist ymt eða skrymt í nokkru horni.
—o—
Það er ákaflega leiðinlegt að þurfa
einatt að vera að hugsa um peninga og
mikið held ég að þeir menn hljóti að
vera fráhrindandi, sem ekki eiga önnur
hugðarefni, ef manni leyfist að nota
svo virðulegt orð. Ég býst einnig við
því að mörgum læknum og þá kannske
einkum hinum eldri finnist þessi dans
um gullkálfinn nokkuð nýtízkulegur í
stéttinni og mikið álitamál, hvort hún
eigi að gera hann að slíku átakaatriði
sem nú hefur raun á orðið. Víst er það
rétt, að læknanna starf er mánnúðar í
eðli sinu og peningurinn henni tæpléga
náskyldur.
Rétt er það líka eins og einn góður
maður hefur sagt, að peningurinn kem-
ur ekki í veg fyrir allar misgjörðir og
manngildið sjálft ræður mestu. Og víst
er um það, að það er leiðinlegt að þurfa
ætíð að vera að taka af mönnum pen-
inga fyrri að rétta þeim hjálparhönd.
En þetta er ekki nema hálfur sann-
leikur. Það þýðir ekkert að vera óraun-
sær. Þegar hjálpin við náungann er
komin út fyrir venjulegan skilning þess
hugtaks og oi'ðin að ævistarfi gagnar
lítt að taka aðeins við innilegu þakk-
læti að launum þótt gott sé, því náms-
skuldir, tæki, bækur og heimilishald
verður ekki gagngoldið með því þakk-
læti eða blíðu brosi einu saman. Er
hætt við, að slíkur greiðslumáti myndi
þykja ærið hæpinn, skapa bókhalds-
skekkjur og valútutruflanir og sitthvað
fleira.
Og svo er annað; peningurinn er öflug
mælieining, sem læknum dugar ekki
að gefa frat í. Þegar fólk fer að halda,
að hlutirnir kosti ekki neitt, fer það að
misnota og vanmeta. Hógværð, hversu
ágætur eiginleiki sem hún kann að vera,
getur nefnilega gengið svo langt að verða
engum til góðs. Það er komið á daginn,
að það er ekkert lögmál, að „mannsæm-
andi lifskjör" fylgi hér heima að loknu
læknisfræðinámi. Okkar, sem brátt
Ijúkum þessu námi (vonandi) bíður því
barátta, sem hefur gleymst að heyja,
kannske vegna þess, að menn töldu þess
ekki þörf og treystu skilningi. En ís-
lenzkir læknar þurfa allra hluta vegna
hiklaust að krefjast þess úr hendi þjóð-
félagsins, sem þeir þurfa til sjálfra sín
og þess hlutverks, sem þeim er ætlað
og ber að inna af hendi í þjóðfélaginu
og fylgja eftir sem þarf. Og meðan þetta
„til sjálfra sín“ miðast við venjulega
lífsþörf og þær kröfur, sem einnig eru
gerðar til menntamanna í einkalífi, en
ekki auðsöfnun, munu læknarnir ekki