Læknaneminn - 01.12.1962, Side 25
LÆKNANEMINN
35
lækninn í síma, en þekkti hann ekki
að öðru leyti. En það er skemmst frá
því að segja, að ég varð ekki fyrir von-
brig'ðum með viðkynninguna við lækn-
ishjónin á Hornafirði. Kjartan tók á
móti mér og ók með mig beinustu leið
heim í hinn myndarlega læknisbústað,
sem rikið hefur nýverið látið reisa. Þar
beið okkar hin ágæta kona hans með
uppbúið borð, hlaðið sviðum og öðru
meðlæti. Eg var ekki fyrr seztur við
matarborðið en nervösitetið tók smátt
og smátt að leka af mér. Við að hlusta
á hina sifelldu og optimistisku glað-
værð læknisins, var ekki hægt annað en
að gleyma þeim ógnvekjandi sýnum og
hugsunum, sem höfðu ásótt mig síðustu
daga, bæði í svefni og vöku, svo að mér
hafði varla komið dúr á brá. Hann hafði
einstakt lag á að gera sitt starf ein-
falt og næstum vandalaust í mínum aug-
um. Það var alveg eins og hvaða skussi
sem væri gæti komið í hans stað! Við
þetta óx mér svo kjarkur, að ég fór að
hlakka til starfsins, sem var í vændum,
og var staðráðinn I að gefast ekki upp
fyrr en í fulla hnefana, svo að læknir-
inn gæti farið í sitt langþráða og verð-
skuldaða sumarfri án þess að hafa
miklar áhyggjur af mér.
Ég ætla ekki að orðlengja þetta
frekar. Kvöldinu vörðum við til að
spjalla um starfið og héraðið vítt og
breitt. ffig þurfti eðlilega margs að
spyrja, og Kjartan leysti úr öllum mín-
um vandamálum og gaf mér mörg ráð,
sem seinna reyndust vel. Næsta morg-
un seldi hann mér svo öll lyklavöld í
hendur, kvaddi, og ég var einn.
Hafnarhérað er vafalaust með stærstu
læknishéruðum þessa lands, að minnsta
kosti hvað yfirferðina snertir. 1 vestur
nær það lengst að Skaftafelli í Öræf-
um, en i austur að Hvalnesi í Lóni.
Ekki er von til þess, að ókunnugir fái
ráðið fjarlægðina á milli þessara bæja.
Ég kann ekki að nefna hana í kilometr-
um, en áhrifaríkast er að gera sér grein
fyrir henni á Islandskorti.
Ibúar héraðsins munu vera liðlega
1400. Þar af búa ca. 600 á Höfn. Á vetr-
arvertiðinni er fjöldi aðkomumanna á
Höfn og þá er mesti annatími héraðs-
læknisins eins og hjá fleirum.
Hafnarkauptún er prýðilega centralt
fyrir lækninn, ef átt er við þéttbýlasta
svæði A-Skaftafellssýslu, en ef kallið
kemur úr Öræfunum, má hann eiga von
á hálfs sólarhrings ferðalagi eða meira.
Vegir í sýslunni eru yfirleitt góðir og
greiðfærir, en frekar mjóir. Vestast í
Suðursveit og í Öræfum er þó varla
hægt að tala um annað en jeppaslóðir
eftir sendnum sléttum þessarar byggð-
arlaga. 1 fyrra sumar, að því er ég held,
voru brýrnar yfir Hornafjarðarfljót
opnaðar, og í sumar var brúin yfir
Fjallsá í Öræfum vígð, einmitt um það
leyti, er ég var þarna. Það er því orðið
bílfært núna frá Höfn að Jökulsá á
Breiðamerkursandi, en þar verður að
ferja yfir enn þá. Á þessari leið, um
miðbik Suðursveitar, er þó einn farar-
tálmi, en það eru Steinavötnin svoköll-
uðu. Þetta er óbrúað jökulvatn, sem
dreifir sé í mörgum kvíslum yfir allt
að 1,5 km breitt svæði. Kjartan hafði
sérstaklega aðvarað mig um að fara
ekki þarna yfir fylgdarlaust. Leið mín
lá aðeins einu sinni yfir þetta jökul-
vatn og gekk vel. Á bakaleiðinni var
skollið á myrkur og úðarigning, og þó
að með mér væri kunnugur maður, vor-
um við alltaf að tapa slóðinni og áttum
fullt i fangi með að átta okkur. Þetta
kom þó ekki svo mikið að sök í þetta
skipti, því að lítið var í vötnunum og
ekki skipti þá svo miklu máli, hvar lagt
var í kvíslarnar.
1 Öræfunum er fjöldinn allur af smá
jökulsprænum óbrúuðum. Ég kann eng-
in nöfn á þeim. Þær eru fremur sak-
leysislegar að sjá, en mér er sagt, að
þær geti bólgnað upp hvenær sem er
og orðið gjörsamlega ófærar. Það er